Atvinnuleysi í Bretlandi mun aukast á næsta ári og verða þá tæplega tvær milljónir og níuhundruð þúsund manna atvinnulausar, samkvæmt nýrri skýrslu sem óháð atvinnumálasamtök þar í landi birtu í gær. Þau búast svo við því að atvinnuleysi muni ná hámarki árið 2013. Samtökin gera ráð fyrir að opinberum störfum í landinu muni fækka um 120 þúsund á næsta ári. Fjöldi starfa í einkageiranum muni hins vegar standa í stað. Samtökin segja að aðgerðir stjórnvalda í landinu ættu að miða að því að koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi og atvinnuleysi á meðal ungs fólks.
Fleiri Bretar atvinnulausir á næsta ári
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið
Viðskipti innlent

„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent

Flügger rannsakað fyrir brot á viðskiptaþvingunum
Viðskipti erlent


Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja
Viðskipti innlent

Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári
Viðskipti innlent



Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play
Viðskipti innlent

Samkaup segja upp tuttugu og tveimur
Viðskipti innlent