Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27 Stefán Árni Pálsson í Safamýri skrifar 11. desember 2011 13:20 Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira