Fréttaskýring: Sköpuðu bankaáhlaup með Twitter Magnús Halldórsson skrifar 12. desember 2011 22:06 Það mynduðust biðraðir víða um Lettland um sl. helgi eftir að sá orðrómur komst á kreik að bankar í landinu, einkum sænski bankinn Swedbank, stæðu höllum fæti. Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swedbank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði um málið frá Svíðþjóð. Í greininni er fullyrt að orðrómi hafi verið komið í umræðu á samfélagsmiðlum, m.a. með Twitter, sem hafi beinlínis verið ætlað að grafa undan stöðugleika fjármálakerfis landsins. Meðal þess sem fullyrt var á samfélagsmiðlum, var að hraðbönkum hefði verið lokað víða og að lítið fé væri til hjá Swedbank, starfsemi bankans í Eistlandi hefði verið lokað og að bankinn stæði raunar á brauðfótum.Forsætisráðherrann æfur Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, sagði við fjölmiðla að orðrómurinn hefði verið „skipulögð árás" á fjármálakerfi landsins. Hann sagði að málið yrði tekið föstum tökum hjá lögreglu og var hinn reiðasti á fundi þegar málið kom til umræðu. Að því er fram kemur í grein Wall Street Journal var tekið út sjö sinnum meira fé hjá Swedbank í hraðbönkum um helgina heldur en í venjulegu árferði, um 29 milljónir dollara. Swedbank er stærsti bankinn í Lettlandi, en áhætta bankans gagnvart sparifjáreigendum og fyrirtækjum í Lettlandi nemur um þremur milljörðum dollara samkvæmt síðasta birta ársreikningi Swedbank.Lítið traust Haft er eftir Henrik Noreus, hjá sænska fjármálaeftirlitinu, í greininni að traust á bönkum í Lettlandi og Litháen sé lítið í augnablikinu. Þess vegna geti falskur orðrómur valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Lítið traust má m.a. rekja til falls bankanna Krajbanka og Snoras fyrir skemmstu. Báðir bankarnir voru með umfangsmikla starfsemi í Lettlandi og Litháen áður en þeir féllu.Mikil sænsk áhætta Sænskir bankar eiga mikið undir því að Lettland og Litháen séu með stöðugt fjármálakerfi. Löndunum hefur báðum gengið betur efnahagslega heldur en búist var við eftir haustið 2008. Ekki síst var að það að þakka ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. En nú eru blikur á lofti, einkum í fjármálakerfinu. Sænsku bankarnir SEB og Nordea einnig einnig mikið undir í Lettlandi og Litháen. Í grein Wall Street Journal kemur fram hjá framkvæmdastjórum samskiptasviðs Swedbank, SEB og Nordea að bankarnir vinni nú að því að greina ástandið og bæta úr því tjóni sem varð á skömmum tíma, þegar sá orðrómur komst á kreik að Swedbank væri við það að falla. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swedbank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði um málið frá Svíðþjóð. Í greininni er fullyrt að orðrómi hafi verið komið í umræðu á samfélagsmiðlum, m.a. með Twitter, sem hafi beinlínis verið ætlað að grafa undan stöðugleika fjármálakerfis landsins. Meðal þess sem fullyrt var á samfélagsmiðlum, var að hraðbönkum hefði verið lokað víða og að lítið fé væri til hjá Swedbank, starfsemi bankans í Eistlandi hefði verið lokað og að bankinn stæði raunar á brauðfótum.Forsætisráðherrann æfur Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, sagði við fjölmiðla að orðrómurinn hefði verið „skipulögð árás" á fjármálakerfi landsins. Hann sagði að málið yrði tekið föstum tökum hjá lögreglu og var hinn reiðasti á fundi þegar málið kom til umræðu. Að því er fram kemur í grein Wall Street Journal var tekið út sjö sinnum meira fé hjá Swedbank í hraðbönkum um helgina heldur en í venjulegu árferði, um 29 milljónir dollara. Swedbank er stærsti bankinn í Lettlandi, en áhætta bankans gagnvart sparifjáreigendum og fyrirtækjum í Lettlandi nemur um þremur milljörðum dollara samkvæmt síðasta birta ársreikningi Swedbank.Lítið traust Haft er eftir Henrik Noreus, hjá sænska fjármálaeftirlitinu, í greininni að traust á bönkum í Lettlandi og Litháen sé lítið í augnablikinu. Þess vegna geti falskur orðrómur valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Lítið traust má m.a. rekja til falls bankanna Krajbanka og Snoras fyrir skemmstu. Báðir bankarnir voru með umfangsmikla starfsemi í Lettlandi og Litháen áður en þeir féllu.Mikil sænsk áhætta Sænskir bankar eiga mikið undir því að Lettland og Litháen séu með stöðugt fjármálakerfi. Löndunum hefur báðum gengið betur efnahagslega heldur en búist var við eftir haustið 2008. Ekki síst var að það að þakka ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. En nú eru blikur á lofti, einkum í fjármálakerfinu. Sænsku bankarnir SEB og Nordea einnig einnig mikið undir í Lettlandi og Litháen. Í grein Wall Street Journal kemur fram hjá framkvæmdastjórum samskiptasviðs Swedbank, SEB og Nordea að bankarnir vinni nú að því að greina ástandið og bæta úr því tjóni sem varð á skömmum tíma, þegar sá orðrómur komst á kreik að Swedbank væri við það að falla.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira