Samkvæmt Twitter-síðu Microsoft ætlar fyrirtækið að gefa nokkrum óánægðum notendum Android-stýrikerfisins nýjan Windows Phone snjalllsíma.
Það var stuðningsmaður Microsoft, Ben Rudolph, sem birti færsluna á Twitter-síðu sinni. Tilboðið virðist vera raunverulegt því Microsoft endurbirti skilaboðin stuttu seinna.
Talið er að Microsoft muni gefa stuðningsmönnum sínum snjallsímann Lumia 800.
Síðan tilboðið var opinberað hafa þúsundir Twitter-notenda birt áróður gegn Android á samskiptasíðunni. Þó hafa nokkrir lofað Android fyrir að hafa reitt starfsmenn Microsoft til reiði.
