Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 30-27 Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Digranesi skrifar 15. desember 2011 11:11 Mynd/Stefán HK tryggði sér þátttökurétt í deildarbikarnum með sigri á Fram í N1-deild karla í kvöld. Með sigrinum fór HK um leið upp í annað sæti deildarinnar. Fram datt niður í fjórða sætið en er þó öruggt með það sæti þrátt fyrir að liðin fyrir neðan, Akureyri og Valur, eigi eftir að mætast á sunnudaginn. Þar með er ljóst að Haukar, FH, HK og Fram munu keppa í deildabikarnum á milli jóla og nýárs í þetta skiptið. Fram var skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum, 15-13. En heimamenn mættu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn, skoruðu fimm í röð um miðbik hálfleiksins og litu aldrei um öxl eftir það. Leikurinn fór mjög rólega af stað og þeir fáu leikmenn sem virtust klárir í leikmenn voru flestir í liði Fram. Ingimundur Ingimundarson byrjaði vel og dró vagninn fyrir sína menn, sem og Magnús Erlendsson í markinu. Fram hafði tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleiknum, 15-13, en þegar að HK setti meiri kraft í sinn leik kom fljótlega í ljós að liðsheildin var einfaldlega sterkari hjá heimamönnum. Leikmenn eins og Tandri Már Konráðsson og Arnór Freyr Stefánsson markvörður komu mjög sterkir inn í leik HK-inga sem gengu á lagið. Þegar staðan var jöfn, 18-18, fór af stað afar góður leikkafli hjá HK sem skoraði fimm mörk í röð. Framarar virtust einfaldlega ráðþrota í sóknarleiknum gegn sterkri vörn HK. Þar fór Bjarki Már Gunnarsson fremstur í flokki en óhætt er að segja að hann hafi átt stórleik í kvöld. Þeir voru þó fleiri í liði HK sem skiluðu sínu. Atli Ævar á línunni var afar drjúgur, sem og þeir Bjarki Már Elísson, Ólafur Bjarki, Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti. Leó Snær kom svo sterkur inn í hægra hornið í lokin. Sigurður Eggertsson var einn af fáum Frömumurm sem lagði eitthvað af mörkum í seinni hálfleiknum en annars var heldur fátt um fína drætti. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en Framarar voru heldur fljótur að koðna niður við mótlætið í þeim seinni. Einar Jónsson: Áttum ekki mikið skilið úr leiknumMynd/AntonEinar Jónsson, þjálfari Fram, var vitanlega svekktur í leikslok en liðið fer nú í vetrarfríið í fjórða sæti deildarinnar eftir góða byrjun í haust. „Við vorum bitlausir í sókninni og þegar mest á reyndi í seinni hálfleik náðum við varla skotið að marki. Við áttum því miður ekki mikið skilið úr þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var ágætur að mestu leyti og ég hefði gjarnan viljað vera með aðeins meiri forystu eftir hann." Hann segir enga lægð í Safamýrinni. „Þetta er hörkudeild og margir jafnir leikir. Ég hefði verið mjög sáttur við sigur í dag og nú skiptir máli að nýta tímann vel í fríinu, ná öllum meiðslum úr mönnum og þá mætum við tvíefldir aftur til leiks." Í lok tímabilsins komast fjögur efstu lið deildarinnar í úrslitakeppnina og því getur Einar vel unað við fjórða sætið. „Við ætlum okkur bara í úrslitakeppnina og eins og staðan er í dag erum við enn í því sæti. Ég þigg eitthvað af þessum fjórum sætum þegar deidlinni lýkur því það getur allt gerst í úrslitakeppninni." Vilhelm Gauti: Vantaði stemninguMynd/Valli„Við vorum ekki með kveikt á perunni langt fram eftir leiknum og það vantaði stemningu í okkar leik þó svo að við hefðum verið að reyna okkar besta. Hún þarf að vera í lagi í liðsíþrótt eins og handbolta," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, varnarmaður HK, eftir sigurinn á Fram. „Það var ótrúlegt að við vorum ekki nema tveimur mörkum undir í hálfleik." „Við náðum stemningunni upp í seinni hálfleik og þá vorum við sjálfum okkur líkir. Ég segi kannski ekki að sigurinn hafi verið öruggur en við vorum í góðri stöðu lengst af." Vilhelm Gauti fagnaði því sérstaklega að vera kominn í deildarbikarinn. „Það er í fyrsta sinn eftir að ég byrjaði aftur að spila sem það tekst hjá HK. Við viljum frekar hlaupa af okkur jólasteikina í keppni heldur á hlaupaæfingum í Digranesinu. Það er aðeins skemmtilegra." Kristinn: Mikilvægur sigurMynd/ValliKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, var ánægður með sigurinn. „Þetta var mjög mikilvægur sigur enda þurfum við að fá stig gegn þeim liðum sem eru með okkur í þessum sex liða pakka. Við gáfum svolítið eftir í þeirri útileikjahrinu sem við höfum verið í og þurftum á því að halda að fara á jákvæðum nótum inn í jólafríið." Hann segir að fyrri hálfleikur hafi verið heldur dapur hjá sínum mönnum. „Hann var ofboðslega þungur og bar keim af því að það er prófatörn hjá mörgum leikmönnum. Við löguðum nokkur atriði í varnarleiknum í leikhlénu og það munaði um það. Bjarki Már Gunnarsson var fáránlega góður í miðju varnarinnar og þá kom markvarslan og sóknarleikurinn með í kjölfarið." Fleiri áttu góðan leik hjá HK og hrósaði Kristinn góðri liðsheild sinna manna. „Þetta er liðsíþrótt og það þarf að treysta á fleiri en þá sjö sem byrja," sagði Kristinn. „Við teljum okkur hafa mannskap til að ná árangri sem sannaðist í þessum leik." Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
HK tryggði sér þátttökurétt í deildarbikarnum með sigri á Fram í N1-deild karla í kvöld. Með sigrinum fór HK um leið upp í annað sæti deildarinnar. Fram datt niður í fjórða sætið en er þó öruggt með það sæti þrátt fyrir að liðin fyrir neðan, Akureyri og Valur, eigi eftir að mætast á sunnudaginn. Þar með er ljóst að Haukar, FH, HK og Fram munu keppa í deildabikarnum á milli jóla og nýárs í þetta skiptið. Fram var skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum, 15-13. En heimamenn mættu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn, skoruðu fimm í röð um miðbik hálfleiksins og litu aldrei um öxl eftir það. Leikurinn fór mjög rólega af stað og þeir fáu leikmenn sem virtust klárir í leikmenn voru flestir í liði Fram. Ingimundur Ingimundarson byrjaði vel og dró vagninn fyrir sína menn, sem og Magnús Erlendsson í markinu. Fram hafði tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleiknum, 15-13, en þegar að HK setti meiri kraft í sinn leik kom fljótlega í ljós að liðsheildin var einfaldlega sterkari hjá heimamönnum. Leikmenn eins og Tandri Már Konráðsson og Arnór Freyr Stefánsson markvörður komu mjög sterkir inn í leik HK-inga sem gengu á lagið. Þegar staðan var jöfn, 18-18, fór af stað afar góður leikkafli hjá HK sem skoraði fimm mörk í röð. Framarar virtust einfaldlega ráðþrota í sóknarleiknum gegn sterkri vörn HK. Þar fór Bjarki Már Gunnarsson fremstur í flokki en óhætt er að segja að hann hafi átt stórleik í kvöld. Þeir voru þó fleiri í liði HK sem skiluðu sínu. Atli Ævar á línunni var afar drjúgur, sem og þeir Bjarki Már Elísson, Ólafur Bjarki, Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti. Leó Snær kom svo sterkur inn í hægra hornið í lokin. Sigurður Eggertsson var einn af fáum Frömumurm sem lagði eitthvað af mörkum í seinni hálfleiknum en annars var heldur fátt um fína drætti. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en Framarar voru heldur fljótur að koðna niður við mótlætið í þeim seinni. Einar Jónsson: Áttum ekki mikið skilið úr leiknumMynd/AntonEinar Jónsson, þjálfari Fram, var vitanlega svekktur í leikslok en liðið fer nú í vetrarfríið í fjórða sæti deildarinnar eftir góða byrjun í haust. „Við vorum bitlausir í sókninni og þegar mest á reyndi í seinni hálfleik náðum við varla skotið að marki. Við áttum því miður ekki mikið skilið úr þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var ágætur að mestu leyti og ég hefði gjarnan viljað vera með aðeins meiri forystu eftir hann." Hann segir enga lægð í Safamýrinni. „Þetta er hörkudeild og margir jafnir leikir. Ég hefði verið mjög sáttur við sigur í dag og nú skiptir máli að nýta tímann vel í fríinu, ná öllum meiðslum úr mönnum og þá mætum við tvíefldir aftur til leiks." Í lok tímabilsins komast fjögur efstu lið deildarinnar í úrslitakeppnina og því getur Einar vel unað við fjórða sætið. „Við ætlum okkur bara í úrslitakeppnina og eins og staðan er í dag erum við enn í því sæti. Ég þigg eitthvað af þessum fjórum sætum þegar deidlinni lýkur því það getur allt gerst í úrslitakeppninni." Vilhelm Gauti: Vantaði stemninguMynd/Valli„Við vorum ekki með kveikt á perunni langt fram eftir leiknum og það vantaði stemningu í okkar leik þó svo að við hefðum verið að reyna okkar besta. Hún þarf að vera í lagi í liðsíþrótt eins og handbolta," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, varnarmaður HK, eftir sigurinn á Fram. „Það var ótrúlegt að við vorum ekki nema tveimur mörkum undir í hálfleik." „Við náðum stemningunni upp í seinni hálfleik og þá vorum við sjálfum okkur líkir. Ég segi kannski ekki að sigurinn hafi verið öruggur en við vorum í góðri stöðu lengst af." Vilhelm Gauti fagnaði því sérstaklega að vera kominn í deildarbikarinn. „Það er í fyrsta sinn eftir að ég byrjaði aftur að spila sem það tekst hjá HK. Við viljum frekar hlaupa af okkur jólasteikina í keppni heldur á hlaupaæfingum í Digranesinu. Það er aðeins skemmtilegra." Kristinn: Mikilvægur sigurMynd/ValliKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, var ánægður með sigurinn. „Þetta var mjög mikilvægur sigur enda þurfum við að fá stig gegn þeim liðum sem eru með okkur í þessum sex liða pakka. Við gáfum svolítið eftir í þeirri útileikjahrinu sem við höfum verið í og þurftum á því að halda að fara á jákvæðum nótum inn í jólafríið." Hann segir að fyrri hálfleikur hafi verið heldur dapur hjá sínum mönnum. „Hann var ofboðslega þungur og bar keim af því að það er prófatörn hjá mörgum leikmönnum. Við löguðum nokkur atriði í varnarleiknum í leikhlénu og það munaði um það. Bjarki Már Gunnarsson var fáránlega góður í miðju varnarinnar og þá kom markvarslan og sóknarleikurinn með í kjölfarið." Fleiri áttu góðan leik hjá HK og hrósaði Kristinn góðri liðsheild sinna manna. „Þetta er liðsíþrótt og það þarf að treysta á fleiri en þá sjö sem byrja," sagði Kristinn. „Við teljum okkur hafa mannskap til að ná árangri sem sannaðist í þessum leik."
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira