Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27 Benedikt Bóas Hinriksson á Seltjarnarnesi skrifar 15. desember 2011 18:45 Ólafur Gústafsson. Mynd/Stefán FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin. Lárus Helgi Ólafsson átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 24 skot í leiknum þar af voru tvö vítaköst. Þráinn Orri Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Gróttu en markahæstur FH-inga var Ólafur Gústafsson með sjö mörk. FH-liðið náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks, komst í 3-0 og 5-1 og var með þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, voru komnir með sex marka forskot 19-13, eftir aðeins sjö mínútur og það leit allt út fyrir stórsigur þeirra. Gróttumenn gáfust ekki upp og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á nýjan leik. Grótta náði á endanum að minnka muninn niður í eitt mark, 24-25, þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Andri Einarsson og Kristjáns Arason tóku þá leikhlé og fóru yfir málin með sínum málum. FH-ingar svöruðu með því að vinna lokamínúturnar 2-0 og tryggja sér sigurinn. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Baldvin Þorsteinsson: Áttum ekki okkar besta dag„Þetta var hörkuleikur og við vorum ekki að eiga okkar besta dag á meðan Grótta sýndi góðan leik og fékk fína markvörslu. En við spiluðum samt nógu vel til að ná í þessa punkta. Svona leikir, svona tveir leikir í röð, eru alltaf erfiðir og við vorum búnir að fara yfir það fyrir leik en við hefðum auðvitað átt að spila betur," sagði Baldvin Þorsteinsson hornamaður FH-inga eftir leikinn. Lárus Helgi Ólafsson: Veittum Íslandsmeisturunum hörku keppni„Þetta er frábær bæting frá síðasta leik hjá okkur en við vorum samt að gera mistök. Missum mann af velli, klikkum úr dauðafærum og svo þessir tveir dómar þarna undir lokinn en það er frábært að liðið sé að berjast. Við vorum að spila við íslandsmeistarana og við veittum þeim alveg hörkukeppni." Lárus varði 24 skot í leiknum og hann hélt oft heimamönnum inni í leiknum. „Maður verður að lifa sig inni leikinn og fagna vel eftir hverja markvörslur. Peppa sjálfan sig aðeins upp. Láta skotmanninn vita að maður sé til og svona," sagði Lárus Helgi Ólafsson. Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira
FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin. Lárus Helgi Ólafsson átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 24 skot í leiknum þar af voru tvö vítaköst. Þráinn Orri Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Gróttu en markahæstur FH-inga var Ólafur Gústafsson með sjö mörk. FH-liðið náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks, komst í 3-0 og 5-1 og var með þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, voru komnir með sex marka forskot 19-13, eftir aðeins sjö mínútur og það leit allt út fyrir stórsigur þeirra. Gróttumenn gáfust ekki upp og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á nýjan leik. Grótta náði á endanum að minnka muninn niður í eitt mark, 24-25, þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Andri Einarsson og Kristjáns Arason tóku þá leikhlé og fóru yfir málin með sínum málum. FH-ingar svöruðu með því að vinna lokamínúturnar 2-0 og tryggja sér sigurinn. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Baldvin Þorsteinsson: Áttum ekki okkar besta dag„Þetta var hörkuleikur og við vorum ekki að eiga okkar besta dag á meðan Grótta sýndi góðan leik og fékk fína markvörslu. En við spiluðum samt nógu vel til að ná í þessa punkta. Svona leikir, svona tveir leikir í röð, eru alltaf erfiðir og við vorum búnir að fara yfir það fyrir leik en við hefðum auðvitað átt að spila betur," sagði Baldvin Þorsteinsson hornamaður FH-inga eftir leikinn. Lárus Helgi Ólafsson: Veittum Íslandsmeisturunum hörku keppni„Þetta er frábær bæting frá síðasta leik hjá okkur en við vorum samt að gera mistök. Missum mann af velli, klikkum úr dauðafærum og svo þessir tveir dómar þarna undir lokinn en það er frábært að liðið sé að berjast. Við vorum að spila við íslandsmeistarana og við veittum þeim alveg hörkukeppni." Lárus varði 24 skot í leiknum og hann hélt oft heimamönnum inni í leiknum. „Maður verður að lifa sig inni leikinn og fagna vel eftir hverja markvörslur. Peppa sjálfan sig aðeins upp. Láta skotmanninn vita að maður sé til og svona," sagði Lárus Helgi Ólafsson.
Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira