Hülkenberg og Di Resta keppa með Force India 2012 16. desember 2011 17:00 Nico Hülkenberg verður keppnisökumaður Force India á næsta ári, eftir að hafa verið varaökumaður liðsins í ár. MYND: FORCE INDIA Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári. Formúla Íþróttir Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári.
Formúla Íþróttir Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira