Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingar vilja hætta við málið Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2011 18:30 Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar. Landsdómur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar.
Landsdómur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira