Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Keflavík 107-91 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. desember 2011 21:28 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/vilhelm Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3 Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Sjá meira
Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3
Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Sjá meira