Fréttaskýring: Enn kemur Bernanke til bjargar Magnús Halldórsson skrifar 1. desember 2011 00:42 Ben Bernanke hefur staðið í ströngu. Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss í dag, um að þeir ætli að bregðast við vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála.Miklar hækkanirMarkaðir brugðust við fréttunum með miklum hækkunum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nasdaq vísitalan hækkaði um 4,17% og Stoxx Europe, samræmd vísitala markaða í Evrópu, um 3,16%. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal var það seðlabankastjóri Bandaríkjanna Ben Bernanke sem hjó á hnútinn og leiddi seðlabankastjórana saman að borðinu. Aðgerðaráætlunin var síðan sameiginlega útbúin, en meginatriði hennar er að seðlabankarnir ábyrgist það að nægt fé sé í umferð svo hagvöxtur geti myndast á ný, hvorki meira né minna. Engin vandamál eru þó leyst enn. Skuldavandi ríkja er enn mikill, ekki síst í Suður-Evrópu þar sem um eiginlegan bráðavanda er að ræða. Álag á tíu ára skuldabréf Portúgals, Ítalíu, Spánar og Grikklandas er enn í hæstu hæðum, á bilinu 5 til 7 prósentustig ofan á millibankavexti, sem gerir það nær ómögulegt fyrir ríkin að endurfjármagna skuldir sínar. Áætlun seðlabankanna þykir skipta sköpum fyrir þetta vandamál. Þeir hafa í reynd með þessu tekið fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum í Evrópu, sem ekki hafa náð að koma sér saman um hvernig björgunarsjóður Evrópusambandsins skildi notaður, eða fjármagnaður að fullu. Samþykki um stækkun hans úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða liggur fyrir, en endanleg útfærsla á því hvernig nota á sjóðinn liggur ekki fyrir.LykilhlutverkBernanke hefur gegnt lykilhlutverki þegar kemur að viðbrögðum við vanda á fjármálamörkuðum á heimsvísu á undanförnum árum, enda Seðlabanki Bandaríkjanna sá valdamesti í heimi. Þannig fór hann fyrir aðgerðum bandarískra stjórnvalda, ásamt Hank Paulson, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, haustið 2008 þegar bankar féllu saman eins og spilaborgir um allan heim. Hann hefur sjálfur sagt að efnahagur heimsins glími við langtímavandamál vegna mikilla skulda, sem ekki verði leyst með skammtímalækningum. Viðbrögð seðlabankanna verða því að skoðast í því ljósi. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss í dag, um að þeir ætli að bregðast við vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála.Miklar hækkanirMarkaðir brugðust við fréttunum með miklum hækkunum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nasdaq vísitalan hækkaði um 4,17% og Stoxx Europe, samræmd vísitala markaða í Evrópu, um 3,16%. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal var það seðlabankastjóri Bandaríkjanna Ben Bernanke sem hjó á hnútinn og leiddi seðlabankastjórana saman að borðinu. Aðgerðaráætlunin var síðan sameiginlega útbúin, en meginatriði hennar er að seðlabankarnir ábyrgist það að nægt fé sé í umferð svo hagvöxtur geti myndast á ný, hvorki meira né minna. Engin vandamál eru þó leyst enn. Skuldavandi ríkja er enn mikill, ekki síst í Suður-Evrópu þar sem um eiginlegan bráðavanda er að ræða. Álag á tíu ára skuldabréf Portúgals, Ítalíu, Spánar og Grikklandas er enn í hæstu hæðum, á bilinu 5 til 7 prósentustig ofan á millibankavexti, sem gerir það nær ómögulegt fyrir ríkin að endurfjármagna skuldir sínar. Áætlun seðlabankanna þykir skipta sköpum fyrir þetta vandamál. Þeir hafa í reynd með þessu tekið fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum í Evrópu, sem ekki hafa náð að koma sér saman um hvernig björgunarsjóður Evrópusambandsins skildi notaður, eða fjármagnaður að fullu. Samþykki um stækkun hans úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða liggur fyrir, en endanleg útfærsla á því hvernig nota á sjóðinn liggur ekki fyrir.LykilhlutverkBernanke hefur gegnt lykilhlutverki þegar kemur að viðbrögðum við vanda á fjármálamörkuðum á heimsvísu á undanförnum árum, enda Seðlabanki Bandaríkjanna sá valdamesti í heimi. Þannig fór hann fyrir aðgerðum bandarískra stjórnvalda, ásamt Hank Paulson, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, haustið 2008 þegar bankar féllu saman eins og spilaborgir um allan heim. Hann hefur sjálfur sagt að efnahagur heimsins glími við langtímavandamál vegna mikilla skulda, sem ekki verði leyst með skammtímalækningum. Viðbrögð seðlabankanna verða því að skoðast í því ljósi.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira