Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 25-31 Elvar Geir Magnússon að Varmá skrifar 1. desember 2011 19:00 Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Botnliðin tvö hafa farið með tóma vasa úr heimaleikjum sínum gegn HK í síðustu leikjum. Kópavogsliðið lagði Gróttu fyrir viku síðan og vann svo sex marka sigur gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Lokatölur 25-31. HK-ingar eru komnir upp í annað sætið eftir þennan sigur. Forysta gestaliðsins var fjögur mörk í hálfleik og virtist ekki útlit fyrir að áhorfendur myndu fá einhverja spennu í seinni hálfleiknum. Líkurnur minnkuðu enn frekar þegar HK skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Með frábærum kafla náðu heimamenn óvænt að minnka muninn í eitt mark og svo fékk einn besti leikmaður HK, Bjarki Már Elísson, að líta rauða spjaldið eftir viðskipti við Hilmar Stefánsson. Virtist Bjarki slá til Hilmars og fékk því rauða spjaldið. Á ótrúlegan hátt hafði rauða spjaldið jákvæð áhrif á liðsfélaga Hilmars. HK-ingar settu í fluggírinn og skoruðu sex mörk í röð. Þessi kafli kláraði leikinn. HK vann því skyldusigur enda einfaldlega með talsvert betra lið en Afturelding. Sóknarleikur Mosfellinga var oft tilviljanakenndur og staða þeirra í deildinni er einfaldlega þannig að þeirra barátta er gegn Gróttu um umspilssæti um að halda sér í deildinni. Liðin mætast einmitt í næstu umferð og verður fróðlegt að sjá hvernig sá leikur fer. Erlingur: Jákvæð viðbrögð við rauða spjaldinuAtli Ævar Ingólfsson.Mynd/Valli„Það er gott að hafa ekki misstigið sig gegn botnliðunum, ég tel okkur hafa klárað þessi verkefni með sóma," sagði Erlingur Richardson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld en HK lagði Gróttu fyrir viku síðan. „Við vissum að þetta yrði þolinmæðisvinna gegn Aftureldingu. Við náðum ágætis forystu í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var nokkuð sterkur og markvarslan mjög góð. Sigurinn liggur þar og í góðum baráttuanda þegar líða tók á leikinn." Erlingur segir að sínir menn hafi brugðist eins vel við rauða spjaldinu á Bjarka og hægt var. „Við snerum bökum saman og hugsuðum ekkert út í neikvæða punktinn. Menn voru fljótir að bregðast við og leikmennirnir eiga hrós skilið," sagði Erlingur sem mótmælir ekki dómnum. „Ég sá þetta ekki alveg en hann var að reyna að losa sig og slær kannski frá sér. Þá er þetta bara rautt spjald. Ég treysti Antoni og Hlyni (dómurum leiksins) fyllilega til að meta þessa stöðu." Davíð: Þetta verður rosalega erfittDavíð Svansson.Mynd/ValliDavíð Svansson , markvörður Aftureldingar, hélt liðinu inni í leiknum lengi vel. „Þetta var vægast sagt sveiflukenndur leikur. Við komum grimmir inn í þetta á milli en áttum svo til að missa þetta langt niður. Við þurfum að fækka þessum köflum," sagði Davíð. „Það var mikil spenna í gangi þarna í seinni hálfleiknum og menn voru komnir með trú á að við gætum fengið eitthvað úr leiknum. Þá fórum við að missa boltann og botninn datt undan þessu. Það er erfitt að þurfa að rífa þetta alltaf aftur og aftur upp. Það er rosalega erfitt" Gerir Afturelding sér grein fyrir því að staða þeirra í deildinni er þannig að þeirra barátta er bara gegn Gróttu? „Ahhh... ég veit það ekki. Ég vil ekki meina það strax en þetta verður rosalega erfitt. Það verður erfitt að ná stigum en ég gef þessu fram að áramótum. Við eigum Gróttu heima næst og verðum að taka tvö stig þar." Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Botnliðin tvö hafa farið með tóma vasa úr heimaleikjum sínum gegn HK í síðustu leikjum. Kópavogsliðið lagði Gróttu fyrir viku síðan og vann svo sex marka sigur gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Lokatölur 25-31. HK-ingar eru komnir upp í annað sætið eftir þennan sigur. Forysta gestaliðsins var fjögur mörk í hálfleik og virtist ekki útlit fyrir að áhorfendur myndu fá einhverja spennu í seinni hálfleiknum. Líkurnur minnkuðu enn frekar þegar HK skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Með frábærum kafla náðu heimamenn óvænt að minnka muninn í eitt mark og svo fékk einn besti leikmaður HK, Bjarki Már Elísson, að líta rauða spjaldið eftir viðskipti við Hilmar Stefánsson. Virtist Bjarki slá til Hilmars og fékk því rauða spjaldið. Á ótrúlegan hátt hafði rauða spjaldið jákvæð áhrif á liðsfélaga Hilmars. HK-ingar settu í fluggírinn og skoruðu sex mörk í röð. Þessi kafli kláraði leikinn. HK vann því skyldusigur enda einfaldlega með talsvert betra lið en Afturelding. Sóknarleikur Mosfellinga var oft tilviljanakenndur og staða þeirra í deildinni er einfaldlega þannig að þeirra barátta er gegn Gróttu um umspilssæti um að halda sér í deildinni. Liðin mætast einmitt í næstu umferð og verður fróðlegt að sjá hvernig sá leikur fer. Erlingur: Jákvæð viðbrögð við rauða spjaldinuAtli Ævar Ingólfsson.Mynd/Valli„Það er gott að hafa ekki misstigið sig gegn botnliðunum, ég tel okkur hafa klárað þessi verkefni með sóma," sagði Erlingur Richardson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld en HK lagði Gróttu fyrir viku síðan. „Við vissum að þetta yrði þolinmæðisvinna gegn Aftureldingu. Við náðum ágætis forystu í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var nokkuð sterkur og markvarslan mjög góð. Sigurinn liggur þar og í góðum baráttuanda þegar líða tók á leikinn." Erlingur segir að sínir menn hafi brugðist eins vel við rauða spjaldinu á Bjarka og hægt var. „Við snerum bökum saman og hugsuðum ekkert út í neikvæða punktinn. Menn voru fljótir að bregðast við og leikmennirnir eiga hrós skilið," sagði Erlingur sem mótmælir ekki dómnum. „Ég sá þetta ekki alveg en hann var að reyna að losa sig og slær kannski frá sér. Þá er þetta bara rautt spjald. Ég treysti Antoni og Hlyni (dómurum leiksins) fyllilega til að meta þessa stöðu." Davíð: Þetta verður rosalega erfittDavíð Svansson.Mynd/ValliDavíð Svansson , markvörður Aftureldingar, hélt liðinu inni í leiknum lengi vel. „Þetta var vægast sagt sveiflukenndur leikur. Við komum grimmir inn í þetta á milli en áttum svo til að missa þetta langt niður. Við þurfum að fækka þessum köflum," sagði Davíð. „Það var mikil spenna í gangi þarna í seinni hálfleiknum og menn voru komnir með trú á að við gætum fengið eitthvað úr leiknum. Þá fórum við að missa boltann og botninn datt undan þessu. Það er erfitt að þurfa að rífa þetta alltaf aftur og aftur upp. Það er rosalega erfitt" Gerir Afturelding sér grein fyrir því að staða þeirra í deildinni er þannig að þeirra barátta er bara gegn Gróttu? „Ahhh... ég veit það ekki. Ég vil ekki meina það strax en þetta verður rosalega erfitt. Það verður erfitt að ná stigum en ég gef þessu fram að áramótum. Við eigum Gróttu heima næst og verðum að taka tvö stig þar."
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira