Real Madrid hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna 3-0 sigur á
Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Real náði sex stiga forskoti á Barcelona með þessum sigri en Börsungar geta minnkað muninn aftur í þrjú stig í kvöld.
Angel Di Maria skoraði fyrsta markið á 34. mínútu og lagði síðan upp annað markið fyrir Cristiano Ronaldo á 64. mínútu. Þetta var sautjánda deildarmark Ronaldo á tímabilinu. Marcelo skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma.
Real Madrid hefur þar með unnið fjórtán leiki í röð í öllum keppnum og liðið er að blómstra á sínu öðru ári undir stjórn Jose Mourinho.
Real Madrid vann sinn fjórtánda leik í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





