Verð á kakóbaunum hrapar vegna skuldakreppunnar 7. desember 2011 07:11 Súkkulaðiunnendur geta tekið gleði sína aftur þar sem heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur hrapað í kjölfar skuldakreppunnar í Evrópu. Verið á kakóbaunum hefur lækkað um 42% frá því að verðið náði hámarki á síðasta ári. Hafa kakóbaunir ekki verið ódýrari síðan í desember árið 2008, að því er segir í frétt Financial Times um málið. Verð á kakóbaunum snarhækkaði á síðasta ári sökum uppskerubrests á Fílabeinsströndinni sem framleiðir um 40% af öllum kakaóbaunum í heiminum. Í framhaldi af því hækkaði verð á súkkulaði töluvert. Hátt verð leiddi svo til þess að bændur á Fílabeinaströndinni juku við ræktun sína í ár. Mikið úrhelli vegna La Nina vindsins olli síðan metuppskeru í landinu. Metuppskera samfara minnkandi eftirspurn í Evrópu hefur leitt til þess að kakóbaunabirgðir heimsins eru nú um 400.000 tonnum meir en nemur eftirspurninni. Þótt bændur dragi aftur úr ræktun sinni á komandi ári er ekki von til þess að verð á kakaóbaunum hækki mikið á næstunni. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Súkkulaðiunnendur geta tekið gleði sína aftur þar sem heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur hrapað í kjölfar skuldakreppunnar í Evrópu. Verið á kakóbaunum hefur lækkað um 42% frá því að verðið náði hámarki á síðasta ári. Hafa kakóbaunir ekki verið ódýrari síðan í desember árið 2008, að því er segir í frétt Financial Times um málið. Verð á kakóbaunum snarhækkaði á síðasta ári sökum uppskerubrests á Fílabeinsströndinni sem framleiðir um 40% af öllum kakaóbaunum í heiminum. Í framhaldi af því hækkaði verð á súkkulaði töluvert. Hátt verð leiddi svo til þess að bændur á Fílabeinaströndinni juku við ræktun sína í ár. Mikið úrhelli vegna La Nina vindsins olli síðan metuppskeru í landinu. Metuppskera samfara minnkandi eftirspurn í Evrópu hefur leitt til þess að kakóbaunabirgðir heimsins eru nú um 400.000 tonnum meir en nemur eftirspurninni. Þótt bændur dragi aftur úr ræktun sinni á komandi ári er ekki von til þess að verð á kakaóbaunum hækki mikið á næstunni.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira