Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney sé með einbeitinguna í góðu lagi fyrir leikinn mikilvæga gegn Basel í kvöld en hann mun morgun koma fyrir aganefnd UEFA í Sviss vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik með enska landsliðinu í haust.
Rooney fékk að líta beint rautt spjald fyrir að sparka niður leikmann Svartfjallalands í undankeppni EM 2012. Fyrir vikið fékk hann þriggja leikja bann og mun af þeim sökum missa af öllum leikjum Englands í riðlakeppninni í Úkraínu í sumar.
Enska knattspyrnusambandið áfrýjaði málinu og verður það tekið fyrir á morgun. Þá fær Rooney að vita hvort að refsingin standi óbreytt.
United þarf hins vegar minnst eitt stig úr leiknum gegn Basel í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
„Ég held að þetta hafi ekki nein áhrif,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla í gær. „Það er leikur á morgun og er hann mikilvægur.“
United gerði 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli fyrr í haust. „Við komumst 2-0 yfir en sýndum þá ákveðið kæruleysi í seinni hálfleik,“ sagði Ferguson en Basel komst í 3-2 forystu áður en United jafnaði seint í leiknum. „Sem betur fer vöknuðum við til lífsins undir lokin og náðum úrslitum sem gætu haft mikið að segja um hvort við komumst áfram eða ekki.“
Ferguson: Einbeiting Rooney í góðu lagi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
