Leikmaður Selfoss ætlar að kæra Eyjamanninn Hans Steinar Bjarnason skrifar 7. desember 2011 12:15 Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira
Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira
Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27