Fátækum fækkar verulega í landsbyggðum Kína 21. nóvember 2011 08:00 Fátæku fólki í landsbyggðum Kína hefur fækkað umtalsvert á undanförnum áratug. Fátækum hefur fækkað úr 92 milljón manns árið 2000 og niður í tæplega 27 milljónir manna í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum frá Hagstofu Kína. Þar segir að fyrir tíu árum hafi rúmlega 10% af fólki á landsbyggðinni lifað undir fátæktarmörkunum en í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 2,8%. Þessi þróun hafi átt sér stað þrátt fyrir að fátæktarmörkin hafi verið hækkuð úr mánaðartekjum upp á 865 juan eða 16.000 krónum árið 2000 og upp í 1274 juan eða 24.000 krónur í fyrra. Kínversk stjórnvöld segja að þessi góði árangur í að berjast gegn fátækt meðal landsbyggðafólks sé einkum til kominn vegna breytinga á byggðastefnu stjórnvalda. Styrkir til landbúnaðarframleiðslu hafi verið hækkaðir verulega, velferðarkerfið styrkt og bændum veitt aukið aðgengi að vatni, rafmagni og samgönguæðum. Duncan Innes-Ker hagfræðingur hjá Economist Intelligence Unit segir að þessi fækkun fátækra í Kína komi ekki á óvart þegar litið sé á launhækkanir á þessu tímabili. Hann bendir á að laun hafi hækkað um 15-20% á hverju ári frá aldamótunum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fátæku fólki í landsbyggðum Kína hefur fækkað umtalsvert á undanförnum áratug. Fátækum hefur fækkað úr 92 milljón manns árið 2000 og niður í tæplega 27 milljónir manna í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum frá Hagstofu Kína. Þar segir að fyrir tíu árum hafi rúmlega 10% af fólki á landsbyggðinni lifað undir fátæktarmörkunum en í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 2,8%. Þessi þróun hafi átt sér stað þrátt fyrir að fátæktarmörkin hafi verið hækkuð úr mánaðartekjum upp á 865 juan eða 16.000 krónum árið 2000 og upp í 1274 juan eða 24.000 krónur í fyrra. Kínversk stjórnvöld segja að þessi góði árangur í að berjast gegn fátækt meðal landsbyggðafólks sé einkum til kominn vegna breytinga á byggðastefnu stjórnvalda. Styrkir til landbúnaðarframleiðslu hafi verið hækkaðir verulega, velferðarkerfið styrkt og bændum veitt aukið aðgengi að vatni, rafmagni og samgönguæðum. Duncan Innes-Ker hagfræðingur hjá Economist Intelligence Unit segir að þessi fækkun fátækra í Kína komi ekki á óvart þegar litið sé á launhækkanir á þessu tímabili. Hann bendir á að laun hafi hækkað um 15-20% á hverju ári frá aldamótunum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira