Einn leikur fer fram í N1-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti Akureyri. 500 krónur af miðaverði mun renna í minningarsjóð í nafni Loga Þórs Hermannssonar sem er sonur Hermanns Fannars Valgarðssonar FH-ings en hann féll frá á dögunum.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 og munu félagar Hermanns Fannars í B-liði FH standa vaktina á grillinu.
FH er í þriðja sæti deildarinnar með 9 stig en Akureyri því sjötta með 7 stig.
