Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að meiðast virkilega illa þegar aðeins ein mínúta var liðin af leik Fram og Hauka í N1 deild karla í Safamýri í kvöld.
Jóhann Gunnar fékk leikmann Hauka ofan á löppina á sér með þeim afleiðingum að hné hans bognaði illa. Sjálfur sagði hann í hálfleik við blaðamann Vísis að 80% líkur væri á því að krossband á vinstra hné væri slitið.
Þetta er ekki staðfest en ef satt reynist þá eru þetta skelfilegar fréttir fyrir Framara.
„Ég fékk bara Haukamann ofan á löppina á mér og fann strax að eitthvað slæmt hafði gerst,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Sjúkraþjálfarinn sagði að ég væri pottþétt með slitið liðband og góðar líkur á því að krossbandið væri einnig farið“.
Jóhann Gunnar meiddist í kvöld: 80% líkur á að krossbandið sé slitið
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn





Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn