Vettel fljótastur á lokaæfingunni og getur slegið met í tímatökunni 26. nóvember 2011 14:21 Sebastian Vettel um borð í Red Bull bíl sínum. AP MYND: Victor R. Caivano Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Jenson Button á McLaren varð annar og var 0.087 úr sekúndu á eftir Vettel, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma. Hann var 0.137 úr sekúndu á eftir Vettel. Vettel vann mótið í Brasilíu í fyrra og getur slegið met í tímatökunni í dag. Hann jafnaði met Nigel Mansell í síðustu keppni hvað árangur í tímatöku varðar á sama keppnistímabili. Mansell náði fjórtan sinnum besta tíma í tímatöku árið 1992 með Williams liðinu og með því að ná besta tímanum í lokaumferð tímatökunnar í Abú Dabi á dögunum, þá jafnaði Vettel þann árangur. Með því að ná besta tíma í lokaumferðinni i dag getur hann slegið metið og ef svo fer verður hann í fimmtánda skipti fremstur á ráslínu í kappakstursmóti á þessu tímabili. Þó Vettel sé orðinn meistari í Formúlu 1, þá er enn barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna á milli þriggja ökumanna. Button, Webber og Fernando Alonso á Ferrari eiga allir möguleika á því að ná öðru sæti. Button nægir að komst á verðlaunapall í keppninni á morgun til að tryggja sér annað sætið í stigamótinu. Alonso náði fjórða besta tíma á lokaæfingunni, en Adrian Sutil á Force var honum næstur. Tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 15.45 í dag. Tímarnir frá autosport.com 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m12.460s 21 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m12.547s + 0.087s 19 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m12.597s + 0.137s 21 4. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m12.622s + 0.162s 15 5. Fernando Alonso Ferrari 1m12.765s + 0.305s 17 6. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m13.113s + 0.653s 22 7. Nico Rosberg Mercedes 1m13.286s + 0.826s 21 8. Michael Schumacher Mercedes 1m13.393s + 0.933s 19 9. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m13.419s + 0.959s 19 10. Felipe Massa Ferrari 1m13.583s + 1.123s 18 11. Vitaly Petrov Renault 1m13.838s + 1.378s 20 12. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m14.283s + 1.823s 19 13. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m14.286s + 1.826s 20 14. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m14.311s + 1.851s 24 15. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m14.454s + 1.994s 22 16. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m14.547s + 2.087s 24 17. Bruno Senna Renault 1m14.551s + 2.091s 15 18. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m15.843s + 3.383s 24 19. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m16.026s + 3.566s 22 20. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m16.616s + 4.156s 26 21. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m17.143s + 4.683s 23 22. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m17.296s + 4.836s 23 23. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m17.984s + 5.524s 23 24. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 3 Formúla Íþróttir Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Jenson Button á McLaren varð annar og var 0.087 úr sekúndu á eftir Vettel, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma. Hann var 0.137 úr sekúndu á eftir Vettel. Vettel vann mótið í Brasilíu í fyrra og getur slegið met í tímatökunni í dag. Hann jafnaði met Nigel Mansell í síðustu keppni hvað árangur í tímatöku varðar á sama keppnistímabili. Mansell náði fjórtan sinnum besta tíma í tímatöku árið 1992 með Williams liðinu og með því að ná besta tímanum í lokaumferð tímatökunnar í Abú Dabi á dögunum, þá jafnaði Vettel þann árangur. Með því að ná besta tíma í lokaumferðinni i dag getur hann slegið metið og ef svo fer verður hann í fimmtánda skipti fremstur á ráslínu í kappakstursmóti á þessu tímabili. Þó Vettel sé orðinn meistari í Formúlu 1, þá er enn barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna á milli þriggja ökumanna. Button, Webber og Fernando Alonso á Ferrari eiga allir möguleika á því að ná öðru sæti. Button nægir að komst á verðlaunapall í keppninni á morgun til að tryggja sér annað sætið í stigamótinu. Alonso náði fjórða besta tíma á lokaæfingunni, en Adrian Sutil á Force var honum næstur. Tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 15.45 í dag. Tímarnir frá autosport.com 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m12.460s 21 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m12.547s + 0.087s 19 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m12.597s + 0.137s 21 4. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m12.622s + 0.162s 15 5. Fernando Alonso Ferrari 1m12.765s + 0.305s 17 6. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m13.113s + 0.653s 22 7. Nico Rosberg Mercedes 1m13.286s + 0.826s 21 8. Michael Schumacher Mercedes 1m13.393s + 0.933s 19 9. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m13.419s + 0.959s 19 10. Felipe Massa Ferrari 1m13.583s + 1.123s 18 11. Vitaly Petrov Renault 1m13.838s + 1.378s 20 12. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m14.283s + 1.823s 19 13. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m14.286s + 1.826s 20 14. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m14.311s + 1.851s 24 15. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m14.454s + 1.994s 22 16. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m14.547s + 2.087s 24 17. Bruno Senna Renault 1m14.551s + 2.091s 15 18. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m15.843s + 3.383s 24 19. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m16.026s + 3.566s 22 20. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m16.616s + 4.156s 26 21. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m17.143s + 4.683s 23 22. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m17.296s + 4.836s 23 23. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m17.984s + 5.524s 23 24. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 3
Formúla Íþróttir Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira