Vettel segir tímabilið hafa verið undarvert 27. nóvember 2011 22:54 Sebastian Vettel og Mark Webber fagna árangri sínum í Brasilíu í dag. AP MYND: Andrew Penner Sebastian Vettel var ánægður að að Red Bull liðið lauk Formúlu 1 keppnistímabilinu með sigri í Brasilíu í dag, þó hann hefði fallið Mark Webber í skaut. Vettel sagði að Webber hefði átt sigurinn skilið. Vettel vann elleftu mót ár keppnistímabilinu með Red Bull liðinu og varð meistari ökumanna annað árið í röð og lið hans meistari bílasmiða. Vettel náði fimmtán sinnum tryggja sér fremsta stað á ráslínu í tímatöku í mótum ársins, sem er nýtt met í Formúlu 1 á sama keppnistímabili. Hann var fremstur á fremstur á ráslínu í mótinu í dag og leiddi það um tíma. En Vettel lenti í vandræðum með gírkassann í bíl sínum í keppninni í dag, en náði engu að síður að ljúka keppni í öðru sæti á eftir liðsfélaga sínum Webber. „Mark átti frábært mót og átti skilið að sigra. Ég náði öðru sæti og er ánægður að hafa fengið verðlaunagrip. Þetta var góður endir á tímabilinu og að báðir bílar komust í endamark og í fyrsta og öðru sæti", sagði Vettel eftir mótið í dag. „Í hefði haft yndi af því að sigra, en við áttum gott tímabil, í raun ótrúlegt. Við vissum að við vorum með samkeppnisfæran bíl og að við gætum unnið sum mótanna, en þetta er búið að vera undravert. „Liðið hefur varla gert mistök og hefur vaxið heilmikið í samanburði við tvö síðustu ár. Við njótum þess sem við gerum og það er notalegt að koma í bílskýlið (hjá Red Bull) og sjá alla brosandi og ánægjan skín úr andlitunum. Við elskum það sem við gerum og erum ástríðufullir", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel var ánægður að að Red Bull liðið lauk Formúlu 1 keppnistímabilinu með sigri í Brasilíu í dag, þó hann hefði fallið Mark Webber í skaut. Vettel sagði að Webber hefði átt sigurinn skilið. Vettel vann elleftu mót ár keppnistímabilinu með Red Bull liðinu og varð meistari ökumanna annað árið í röð og lið hans meistari bílasmiða. Vettel náði fimmtán sinnum tryggja sér fremsta stað á ráslínu í tímatöku í mótum ársins, sem er nýtt met í Formúlu 1 á sama keppnistímabili. Hann var fremstur á fremstur á ráslínu í mótinu í dag og leiddi það um tíma. En Vettel lenti í vandræðum með gírkassann í bíl sínum í keppninni í dag, en náði engu að síður að ljúka keppni í öðru sæti á eftir liðsfélaga sínum Webber. „Mark átti frábært mót og átti skilið að sigra. Ég náði öðru sæti og er ánægður að hafa fengið verðlaunagrip. Þetta var góður endir á tímabilinu og að báðir bílar komust í endamark og í fyrsta og öðru sæti", sagði Vettel eftir mótið í dag. „Í hefði haft yndi af því að sigra, en við áttum gott tímabil, í raun ótrúlegt. Við vissum að við vorum með samkeppnisfæran bíl og að við gætum unnið sum mótanna, en þetta er búið að vera undravert. „Liðið hefur varla gert mistök og hefur vaxið heilmikið í samanburði við tvö síðustu ár. Við njótum þess sem við gerum og það er notalegt að koma í bílskýlið (hjá Red Bull) og sjá alla brosandi og ánægjan skín úr andlitunum. Við elskum það sem við gerum og erum ástríðufullir", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira