Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber 28. nóvember 2011 22:00 Sebastian Vettel og Mark Webber fagna hvor öðrum eftir að þeir komu í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í gær. MYND: Getty Images/Paul Gilham Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. „Mér finnst frábært að Webber vann mót. Ég held að það hefði verið mjög, mjög erfitt fyrir hann að fara inn í veturinn, eftir að Vettel hefur unnið ellefu mót og ef hann hefði ekkert mót unnið," sagði Horner í frétt á autosport.com um mál Webber. Horner vill meina að það hafi verið gott fyrir Webber að vinna lokamótið og að það væri gott veganesti inn í veturinn, þegar hann færi yfir liðið keppnistímabil. Vettel náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku á árinu og aðrir ökumenn stóðust honum ekki snúning í kapphlaupinu um meistaratitilinn. Webber ók samskonar bíl og Vettel með Red Bull liðinu, en það dugði ekki til. „Hann (Webber) hefur verið að keppa gegn liðsfélaga í einstæðu formi sem hefur starfað á háu plani og sigurinn mun auka sjálfstraust hans. Þetta er fyrsti sigur hans síðan í Ungverjalandi í fyrra og hann er þriðji í stigamótinu. Vonandi fer hann inn í veturinn, slakar á, endurhleður batteríin og kemur öflugri til baka 2012," sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. „Mér finnst frábært að Webber vann mót. Ég held að það hefði verið mjög, mjög erfitt fyrir hann að fara inn í veturinn, eftir að Vettel hefur unnið ellefu mót og ef hann hefði ekkert mót unnið," sagði Horner í frétt á autosport.com um mál Webber. Horner vill meina að það hafi verið gott fyrir Webber að vinna lokamótið og að það væri gott veganesti inn í veturinn, þegar hann færi yfir liðið keppnistímabil. Vettel náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku á árinu og aðrir ökumenn stóðust honum ekki snúning í kapphlaupinu um meistaratitilinn. Webber ók samskonar bíl og Vettel með Red Bull liðinu, en það dugði ekki til. „Hann (Webber) hefur verið að keppa gegn liðsfélaga í einstæðu formi sem hefur starfað á háu plani og sigurinn mun auka sjálfstraust hans. Þetta er fyrsti sigur hans síðan í Ungverjalandi í fyrra og hann er þriðji í stigamótinu. Vonandi fer hann inn í veturinn, slakar á, endurhleður batteríin og kemur öflugri til baka 2012," sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira