Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld og þar með lýkur sjöttu umferð. Bein sjónvarpsútsending verður á Vísi frá Ásgarði í Garðabæ þar sem að Stjarnan og Snæfell eigast við. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður mun lýsa leiknum.
Leikurinn hefst kl. 19.15 en útsendingin hefst skömmu áður.
Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig eftir 5 leiki en Snæfell er í 7. sæti með 6 stig.
Efsta lið deildarinnar, Grindavík, tekur á móti Haukum á heimvelli. Grindavík er taplaust eftir fyrstu 5 leikina en Haukar eru í þriðja neðsta sæti með 2 stig.
Í Seljaskóla mætast ÍR og Njarðvík. ÍR-ingar eru með 6 stig og eru í sjötta sæti en Njarðvíkingar eru í 9. sæti með 4 stig.
Stjarnan - Snæfell í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi

Mest lesið




Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti


Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn