Vettel: Mjög ánægður með að ná besta tíma 12. nóvember 2011 21:16 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í Abú Dabí í dag. AP MYND: Hassan Ammar Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira