Bretinn Lewis Hamilton, Mclaren, vann kappaksturinn í Abú Dabí í dag, en þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem hann fer með sigur af hólmi.
Fernando Alonso, Ferrari, kom annar í mark 8 sekúndum á eftir Hamilton og Jenson Button, McLaren , varð þriðji.
Sebastian Vettel þurfti að hætta keppni á fyrsta hring þegar hægra afturdekkið sprakk og bíll hans bilaði í framhaldi af því. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn alls ekki fyrir löngu og því kom það ekki að sök.
Fernando Alonso pressaði mikið að Hamilton allan kappaksturinn, en sá breski hafði betur að lokum og stóð uppi sem sigurvegari.
Lewis Hamilton vann í Abú Dabí
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti


Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn