Magnús Þór Gunnarsson og félagar í körfuboltaliði Keflavíkur gáfu áhorfendum á leik sínum gegn Hamri í gær Lay's snakkpoka eins og til stóð.
Forsaga málsins er sú að Vísir sagði frá því í síðustu viku að Magnús hefði gætt sér á snakki í leik KR og Keflavíkur. Ástæðan var sú að hann skorti salt eftir að hafa farið í maga- og ristilsspeglun fyrr um daginn.
Ölgerðin tók sig til og sendi Magnúsi kassa með Lay's snakki sem áhorfendur mauluðu á á meðan leiknum stóð í gær.
Hilmar Bragi Bárðarson á Víkurfréttum tók myndir af öllu saman sem má sjá á vef Körfunnar.is, hér.
