Bottas vonast til að hafa sannað sig fyrir Williams 17. nóvember 2011 13:21 Vallteri Bottas er 22 ára gamall og frá Finnlandi. MYND: Alastair Staley/LAT Photographic/Williams F1 Valtteri Bottas frá Finnlandi ók Williams Formúlu 1 bíl á æfingum í Abú Dabí i gær og fyrradag, en Williams liðið er enn að skoða hvaða ökumaður verður hjá liðinu á næsta ári við hlið Pastor Maldonado. Bottas er einn af mörgum ungum ökumönnum sem hefur fengið að spreyta sig á æfingum Formúlu 1 liða í Abú Dabí. Samkvæmt frétt á autosport.com í dag er Williams að spá í ýmsa kosti hvað ökumann fyrir næsta ár varðar, auk Maldonado. Rubens Barrichello, Kimi Raikkönen, Adrian Sutil og Bottas virðast allir koma til greina. Frank Williams hefur m.a. staðfest að Williams liðið hefur átt viðræður við Raikkönen, landa Bottas um að keppa með liðinu á næsta ári. Bottas hefur m.a. keppt í Formúlu 3 og GP 3 mótaröðinni. Hann telur sig ekki þurfa meiri reynslu til að vera tilbúinn að ráða sig til Formúlu 1 liðs Williams, ef hann yrði fyrir valinu og sagði eftirfarandi um frammistöðu sína í Abú Dabí. „Ég átti mjög góða daga í Abú Dabí. Þeir virtust vera ánægðir og ég var ánægður. Við náðum að ljúka öllum prófunum sem voru áætlaðar. Það er gott fyrir næsta ár", sagði Bottas. Aðspurður hvort hann hefði sýnt Williams nægilega vel hvað hann væri fær um sagði Bottas: „Ég vona það. Ég vona að ég hafi sannað mig. Það eru engar fréttir ennþá. Það hefur engin ákvörðun verið tekin", sagði Bottas. Formúla Íþróttir Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Valtteri Bottas frá Finnlandi ók Williams Formúlu 1 bíl á æfingum í Abú Dabí i gær og fyrradag, en Williams liðið er enn að skoða hvaða ökumaður verður hjá liðinu á næsta ári við hlið Pastor Maldonado. Bottas er einn af mörgum ungum ökumönnum sem hefur fengið að spreyta sig á æfingum Formúlu 1 liða í Abú Dabí. Samkvæmt frétt á autosport.com í dag er Williams að spá í ýmsa kosti hvað ökumann fyrir næsta ár varðar, auk Maldonado. Rubens Barrichello, Kimi Raikkönen, Adrian Sutil og Bottas virðast allir koma til greina. Frank Williams hefur m.a. staðfest að Williams liðið hefur átt viðræður við Raikkönen, landa Bottas um að keppa með liðinu á næsta ári. Bottas hefur m.a. keppt í Formúlu 3 og GP 3 mótaröðinni. Hann telur sig ekki þurfa meiri reynslu til að vera tilbúinn að ráða sig til Formúlu 1 liðs Williams, ef hann yrði fyrir valinu og sagði eftirfarandi um frammistöðu sína í Abú Dabí. „Ég átti mjög góða daga í Abú Dabí. Þeir virtust vera ánægðir og ég var ánægður. Við náðum að ljúka öllum prófunum sem voru áætlaðar. Það er gott fyrir næsta ár", sagði Bottas. Aðspurður hvort hann hefði sýnt Williams nægilega vel hvað hann væri fær um sagði Bottas: „Ég vona það. Ég vona að ég hafi sannað mig. Það eru engar fréttir ennþá. Það hefur engin ákvörðun verið tekin", sagði Bottas.
Formúla Íþróttir Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira