Umfjöllun og viðtöl: Akureyri-Afturelding 34-26 Hjalti Þór Hreinsson skrifar 17. nóvember 2011 15:51 Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar. Akureyri komst aftur á sigurbraut í kvöld þegar Norðanmenn unnu afar auðveldan sigur, 34-26, á slöku liði Aftureldingar. Mosfellingar byrjuðu leikinn illa og lentu strax 4-0 undir. Skot þeirra voru áberandi léleg, bæði yfir og beint á Sveinbjörn. Oddur fór á kostum í liði Akureyrar og skoraði átta mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik. Mosfellingar minnkuðu muninn og jöfnuðu svo leikinn. Akureyringar slökuðu á klónni og virtist mér vera sem kæruleuysi væri einfaldlega um að kenna. Gestirnir svöruðu með því að komast yfir. En í stöðunni 8-9 vöknuðu Akureyringar aftur. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og leiddu út hálfleikinn. Staðan 17-13 í hálfleik og Mosfellingar vel inni í leiknum. Samt sem áður datt Hafþór ekki í gang í markinu og munar um minna fyrir Mosfellinga. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og voru komnir í 25-15 áður en langt um leið. Allt leit út fyrir að liðið ætlaði að rústa Mosfellingum en þá slökuðu heimamenn á klónni. Samt sem áður gerðist árás Mosfellinga of seint, og hún var of lengi í gang. Liðið minnkaði muninn í fimm mörk en komst ekki nær. Akureyringar kláruðu leikinn og unnu öruggan átta marka sigur. Sveinbjörn varði vel í marki Akureyrar en vörnin hefði getað staðið betur. Sóknarleikurinn var lengst af ágætur þrátt fyrir kæruleysi á tíðum þegar liðið tók ótímabær skot og henti boltanum útaf. Gestirnir áttu ágætan leik, markvarslan var lengi í gang og varnarleikurinn brothættur. Baráttan einkennir liðið og það var nóg af henni, en getan var einfaldlega meiri Norðanmegin.Guðlaugur: Við viljum meira "Þetta var batáttusigur á góðu liði," segir Húsavíkurtröllið Guðlaugur Arnarsson. "Við vorum kærulausir undir lokin, vorum að skjóta og snemma og sóknirnar voru ekki nógu góðar. Við misstum þetta aðeins niður, ég vildi klára þetta með stæl." "En sigurinn var góður en nú er það bara einn leikur í einu. Við þurftum þennan sigur til að koma okkur í gang." "Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að vera neðarlega í töflunni, næsta verkefni er að vinna liðin fyrir ofan okkur. Við vorum lengi að tjasla saman okkar sterkasta liði og margir ungir leikmenn spreyttu sig. En við viljum meira," sagði Guðlaugur, jafnan kallaður Öxlin.Oddur: Sigur er sigur "Ég er ekki alveg sáttur," segir Oddur. "En sigur er sigur. Við vorum góðir í korter eða tuttugu mínútur í seinni hálfleik en það situr í mér að hafa slakað svona mikið á." "Það var ekkert að gerast og við fórum niður á lágt plan. Sama plan og gegn FH." "Eftir það tap ákváðum við að mæta brjálaðir til leiks og þetta var skemmtilegur leikur. Smá slagsmál og svona sem menn hlæja að eftir leikinn. Þannig á þetta að vera." "Nú er bara að hala inn fleiri stig, næst er það FH og við ætlum okkur sigur þar," segir Oddur.Þrándur: Rjúpan að fara með okkur Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpu helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn. "Við vorum lengi að taka við okkur. Við byrjuðum illa en vöknum svo en við vorum of staðir, hreyfðum okkur ekki nóg án bolta. Það má ekki gegn liði eins og Akureyri." "Þeir gerðu þetta vel en við erum ekki alveg sáttir. Við unnum Fram og áttum góðan fyrri hálfleik gegn Gróttu, ég hafði trú á að við myndum rífa okkur upp." "Það gekk ekki alveg eftir. Það var þó gaman að sjá gamla selinn Hrannar koma aftur inn en við verðum að fara aðeins betur yfir okkar leik." "Það vantar ekki ýkja mikið upp á. Menn eru þreyttir, sérstaklega eftir að rjúpnaveiðitímabilið byrjaði," sagði Þrándur. Olís-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Akureyri komst aftur á sigurbraut í kvöld þegar Norðanmenn unnu afar auðveldan sigur, 34-26, á slöku liði Aftureldingar. Mosfellingar byrjuðu leikinn illa og lentu strax 4-0 undir. Skot þeirra voru áberandi léleg, bæði yfir og beint á Sveinbjörn. Oddur fór á kostum í liði Akureyrar og skoraði átta mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik. Mosfellingar minnkuðu muninn og jöfnuðu svo leikinn. Akureyringar slökuðu á klónni og virtist mér vera sem kæruleuysi væri einfaldlega um að kenna. Gestirnir svöruðu með því að komast yfir. En í stöðunni 8-9 vöknuðu Akureyringar aftur. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og leiddu út hálfleikinn. Staðan 17-13 í hálfleik og Mosfellingar vel inni í leiknum. Samt sem áður datt Hafþór ekki í gang í markinu og munar um minna fyrir Mosfellinga. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og voru komnir í 25-15 áður en langt um leið. Allt leit út fyrir að liðið ætlaði að rústa Mosfellingum en þá slökuðu heimamenn á klónni. Samt sem áður gerðist árás Mosfellinga of seint, og hún var of lengi í gang. Liðið minnkaði muninn í fimm mörk en komst ekki nær. Akureyringar kláruðu leikinn og unnu öruggan átta marka sigur. Sveinbjörn varði vel í marki Akureyrar en vörnin hefði getað staðið betur. Sóknarleikurinn var lengst af ágætur þrátt fyrir kæruleysi á tíðum þegar liðið tók ótímabær skot og henti boltanum útaf. Gestirnir áttu ágætan leik, markvarslan var lengi í gang og varnarleikurinn brothættur. Baráttan einkennir liðið og það var nóg af henni, en getan var einfaldlega meiri Norðanmegin.Guðlaugur: Við viljum meira "Þetta var batáttusigur á góðu liði," segir Húsavíkurtröllið Guðlaugur Arnarsson. "Við vorum kærulausir undir lokin, vorum að skjóta og snemma og sóknirnar voru ekki nógu góðar. Við misstum þetta aðeins niður, ég vildi klára þetta með stæl." "En sigurinn var góður en nú er það bara einn leikur í einu. Við þurftum þennan sigur til að koma okkur í gang." "Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að vera neðarlega í töflunni, næsta verkefni er að vinna liðin fyrir ofan okkur. Við vorum lengi að tjasla saman okkar sterkasta liði og margir ungir leikmenn spreyttu sig. En við viljum meira," sagði Guðlaugur, jafnan kallaður Öxlin.Oddur: Sigur er sigur "Ég er ekki alveg sáttur," segir Oddur. "En sigur er sigur. Við vorum góðir í korter eða tuttugu mínútur í seinni hálfleik en það situr í mér að hafa slakað svona mikið á." "Það var ekkert að gerast og við fórum niður á lágt plan. Sama plan og gegn FH." "Eftir það tap ákváðum við að mæta brjálaðir til leiks og þetta var skemmtilegur leikur. Smá slagsmál og svona sem menn hlæja að eftir leikinn. Þannig á þetta að vera." "Nú er bara að hala inn fleiri stig, næst er það FH og við ætlum okkur sigur þar," segir Oddur.Þrándur: Rjúpan að fara með okkur Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpu helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn. "Við vorum lengi að taka við okkur. Við byrjuðum illa en vöknum svo en við vorum of staðir, hreyfðum okkur ekki nóg án bolta. Það má ekki gegn liði eins og Akureyri." "Þeir gerðu þetta vel en við erum ekki alveg sáttir. Við unnum Fram og áttum góðan fyrri hálfleik gegn Gróttu, ég hafði trú á að við myndum rífa okkur upp." "Það gekk ekki alveg eftir. Það var þó gaman að sjá gamla selinn Hrannar koma aftur inn en við verðum að fara aðeins betur yfir okkar leik." "Það vantar ekki ýkja mikið upp á. Menn eru þreyttir, sérstaklega eftir að rjúpnaveiðitímabilið byrjaði," sagði Þrándur.
Olís-deild karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira