Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2011 08:45 Sigfús Sigurðsson. Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira