Fótbolti

Inter vann langþráðan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coutinho fagnar marki sínu í dag.
Coutinho fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Inter vann í dag 2-1 sigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni og fékk þar með dýrmæt stig í botnbaráttunni. Með sigrinum komst Inter upp í ellefu stig.

Liðinu hefur gengið skelfilega í upphafi tímabilsins og var þetta aðeins þriðji sigur liðsins í ellefu deildarleikjum.

Thiago Motta og Coutinho skoruðu mörk Inter í dag en Joaquin Larrivey minnkaði muninn fyrir Cagliari undir lok leiksins.

Udinese er á toppi deildarinnar ásamt Lazio en bæði lið eru með 21 stig. AC Milan er svo í þriðja sæti með 20 stig.

Í kvöld fara fram tveir stórleikir á Ítalíu. Napoli mætir Lazio og Fiorentina tekur á móti AC Milan. Leikirnir hefjast klukkan 19.45.

Uppfært kl. 22.00: Leikjunum báðum lauk með markalausu jafntefli. Lazio er því eitt á toppi deildarinnar með 22 stig, AC Milan og Udinese koma næst með 21 stig en Fiorentina er í tíunda sætinu með þrettán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×