Bill Gates, einn af stofnendum Microsoft, gefur lítið fyrir gagnrýni Steve Jobs í nýlegri ævisögu sem varpar ljósi á samstarf og samkeppni Gates og Jobs. Ævisagan var gefin út stuttu eftir að Jobs lést.
Í viðtali sagði Gates að gagnrýnin angri hann ekki vitund.
Í ævisögunni, sem einfaldlega heitir „Steve Jobs" og er skrifuð af Walter Isaacson, segir Jobs að Gates sé hugmyndasnauður og hafi ekki uppgötvað skapan hlut. Jobs telur að gamli vinur sinn og samstarfsfélagi eigi betur heima í hjálparstarfsemi en tækniþróun.
Gates sagði að samstarf þeirra hafi oft á tíðum verið erfitt og að Jobs hafi bæði sagt góða hluti um hann og slæma. Hann telur að þeir hafi hvatt hvor annan áfram.
Gates telur að reiði Jobs í sinn garð sé hugsanlega vegna þeirra erfiðleika sem Apple gekk í gegnum áður en fyrirtækið varð stærsta tæknifyrirtæki veraldar.
Gefur lítið fyrir gagnrýni Steve Jobs

Mest lesið

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent



Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf