Bayern München og Real Madrid komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2011 19:00 Mario Gomez skoraði þrennu í kvöld. Mynd/AP Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira