Bernanke: Ég skil mótmælin vel 2. nóvember 2011 23:53 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum þar í landi, þvert á pólitískar línur. „Ég næ þessu og er sammála því að það er óviðunandi hvernig staða efnahagsmála er,“ sagði Bernanke þegar blaðamaður LA Times spurði hann út í fyrrnefnd mótmæli á blaðamannafundi í dag, og þá ekki síst það að mótmælin beindust meðal annars að seðlabankanum. Bernanke sagði atvinnuleysi vera alltof mikið í Bandaríkjunum og að staðan væri almennt óviðunandi. Hann sagði þó að það væri hans mat að gagnrýnin á seðlabankann væri ekki að öllu leyti sanngjörn. Einkum þegar kæmi að aðgerðum sem bankinn greip til haustið 2008 og á árinu 2009. „Við gripum til aðgerða sem algjörlega nauðsynlegt var að grípa til,“ sagði Bernanke. Hann sagði að afleiðingarnar af því ef seðlabankinn hefði ekki dælt fé inn á markaði og gripið til annarra margvíslegra aðgerða, hefðu getað orðið skelfilegar. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum þar í landi, þvert á pólitískar línur. „Ég næ þessu og er sammála því að það er óviðunandi hvernig staða efnahagsmála er,“ sagði Bernanke þegar blaðamaður LA Times spurði hann út í fyrrnefnd mótmæli á blaðamannafundi í dag, og þá ekki síst það að mótmælin beindust meðal annars að seðlabankanum. Bernanke sagði atvinnuleysi vera alltof mikið í Bandaríkjunum og að staðan væri almennt óviðunandi. Hann sagði þó að það væri hans mat að gagnrýnin á seðlabankann væri ekki að öllu leyti sanngjörn. Einkum þegar kæmi að aðgerðum sem bankinn greip til haustið 2008 og á árinu 2009. „Við gripum til aðgerða sem algjörlega nauðsynlegt var að grípa til,“ sagði Bernanke. Hann sagði að afleiðingarnar af því ef seðlabankinn hefði ekki dælt fé inn á markaði og gripið til annarra margvíslegra aðgerða, hefðu getað orðið skelfilegar.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira