Fyrri leikjapakki kvöldsins í Evrópudeildinni - þrjú komust áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2011 20:04 Ander Herrera skaut Athletic Bilbao áfram í 32 liða úrslitin í kvöld. Mynd/AFP Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira