„Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld.
Grindavík vann sigur á nýliðum Vals, 83-73, í Vodafone-höllinni en samt sem áður var þetta líklega versti leikur liðsins á tímabilinu.
„Við vorum að elta nánast allan leikinn og þetta var bara skelfilegur leikur að okkar hálfu. Annaðhvort vorum Valsararnir svona góðir í kvöld eða við bara svona hrikalega lélegir, ég bara veit það ekki“.
„Við höfum verið að mæta svona til leiks að undanförnu og alltaf komist upp með það, en þetta endar með því að við fáum vel á kjaftinn“.
Páll Axel: Þetta endar með góðu kjaftshöggi
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
