Lionel Messi bjargaði Barcelona í kvöld er hann jafnaði leikinn gegn Athletic Bilbao í uppbótartíma. Lokatölur 2-2.
Ander Herrera kom Bilbao yfir á 20. mínútu en Cesc Fabregas jafnaði leikinn fjórum mínútum síðar. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Gerard Pique varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í sigur Bilbao þegar varnarmenn liðsins gerðu mistök í uppbótartíma og Messi refsaði.
Jafnteflið var dýrt því Barcelona er nú þrem stigum á eftir toppliði Real Madrid.
Messi bjargaði stigi fyrir Barcelona

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti






Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn