Button: Yas Marina brautin tilkomumikil 8. nóvember 2011 11:30 Jenson Button á Mclaren í mótinu í Indlandi á dögunum. AP MYND: Gurinder Osan Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel á Red Bull í síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Indlandi á nýrri braut og Button keppir í Abú Dabí um næstu helgi. Button er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna, en Vettel er þegar orðinn heimsmeistari ökumanna. Button varð heimsmeistari ökumanna árið 2009 og á góðar minningar frá fyrsta mótinu sem fór fram á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. „Abú Dabí mótið er mér minnisstætt, af því þetta var fyrsta mótið mitt eftir að ég varð heimsmeistari árið 2009. Kappaksturinn var því skemmtilegur og reynsla sem ég naut. Ég man að ég barðist af kappi við Mark (Webber) og varð þriðji," sagði Button. Mótið í Abú Dabí hefst í dagsbirtu, en stendur framyfir rökkur og lýkur á flóðlýstri braut. „Yas Marina brautin er tilkomumikil og framúrstefnuleg. Óvenjulegur staður. Það er ótrúlegt hvernig brautin breytist frá rökkri til myrkurs og hlýtur að vera mögnuð upplifun fyrir áhorfendur. Áhorfendastúkurnar eru byggðar þannig að allir hafa gott útsýni yfir það sem er í gangi á brautinni." Button segir erfitt hafi verið að fara framúr á Yas Marina brautinni í fyrra, en fjórir beinir kaflar eru á brautinni. Hann telur að lengsti beini kaflinn ætti að bjóða upp á tilþrif hvað framúrakstur varðar og vonar að nýjar reglur og notkun á stillanlegum aftuvæng auki möguleika á framúrakstri á brautinni. „Bíll okkar ætti að henta á brautina, þannig að ég er bjartsýnn. Við sáum í síðustu keppni að þó við hefðum ekki hraðann til að ná og komast framúr Sebastian (Vettel), þá þurfti hann að hafa fyrir sigrinum." „Taktískt séð var frammistaða okkar fyrsta flokks. Ég fékk réttu skilaboðin frá liðinu á þjónustusvæðinu og þjónustuliðið vann sitt verk vel í þjónustuhléum. Það er ekki verið að keppa um meistaratitla lengur, en markmið okkar er að vinna mót," sagði Button. Formúla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel á Red Bull í síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Indlandi á nýrri braut og Button keppir í Abú Dabí um næstu helgi. Button er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna, en Vettel er þegar orðinn heimsmeistari ökumanna. Button varð heimsmeistari ökumanna árið 2009 og á góðar minningar frá fyrsta mótinu sem fór fram á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. „Abú Dabí mótið er mér minnisstætt, af því þetta var fyrsta mótið mitt eftir að ég varð heimsmeistari árið 2009. Kappaksturinn var því skemmtilegur og reynsla sem ég naut. Ég man að ég barðist af kappi við Mark (Webber) og varð þriðji," sagði Button. Mótið í Abú Dabí hefst í dagsbirtu, en stendur framyfir rökkur og lýkur á flóðlýstri braut. „Yas Marina brautin er tilkomumikil og framúrstefnuleg. Óvenjulegur staður. Það er ótrúlegt hvernig brautin breytist frá rökkri til myrkurs og hlýtur að vera mögnuð upplifun fyrir áhorfendur. Áhorfendastúkurnar eru byggðar þannig að allir hafa gott útsýni yfir það sem er í gangi á brautinni." Button segir erfitt hafi verið að fara framúr á Yas Marina brautinni í fyrra, en fjórir beinir kaflar eru á brautinni. Hann telur að lengsti beini kaflinn ætti að bjóða upp á tilþrif hvað framúrakstur varðar og vonar að nýjar reglur og notkun á stillanlegum aftuvæng auki möguleika á framúrakstri á brautinni. „Bíll okkar ætti að henta á brautina, þannig að ég er bjartsýnn. Við sáum í síðustu keppni að þó við hefðum ekki hraðann til að ná og komast framúr Sebastian (Vettel), þá þurfti hann að hafa fyrir sigrinum." „Taktískt séð var frammistaða okkar fyrsta flokks. Ég fékk réttu skilaboðin frá liðinu á þjónustusvæðinu og þjónustuliðið vann sitt verk vel í þjónustuhléum. Það er ekki verið að keppa um meistaratitla lengur, en markmið okkar er að vinna mót," sagði Button.
Formúla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira