easyJet ætlar að hefja sölu á ferðum til Lundúna strax á morgun en fyrr í dag var sagt frá því í tilkynningu að flugfélagið myndi hefja sölu í dag..
Á blaðamannafundi, þar sem flugfélagið tilkynnti áform sín um flugferðir á milli Íslands og Englands, kom fram að lægstu fargjöld Easyjet verða þrjátíu og þrjú pund með sköttum. Það jafngildir um 6100 krónum.
Þar með er komin veruleg samkeppni í flugsamgöngum. Nú þegar fljúga Icelandair og Iceland Express til Lundúna. Þá hefur Skúli Mogensen boðað stofnun nýs flugfélags, en ekkert liggur fyrir um hvort það flugfélag mun fljúga til Englands.
