Áhyggjur vegna vanda Ítalíu magnast 9. nóvember 2011 20:30 Silvio Berlusconi er ekki vandamál Ítalíu, heldur alltof miklar skuldir og lokaðir lánamarkaðir. Áhyggjur fjárfesta af fjárhagsvanda Ítalíu hafa magnast í dag, þvert á það sem margir höfðu spáð fyrir um fyrir sólarhring síðan. Á vefsíðu Wall Street Journal í gær kom meðal annars fram að fjárfestar horfðu til þess með tilhlökkun að Silvio Berlusconi væri að hætta störfum. Yfirlýsing hans um að hann væri á útleið úr stjórnmálum sló hins vegar ekkert á þróunina á lánsfjármörkuðum. Áhættuálag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu hækkaði snögglega í dag upp fyrir sjö prósent. Þetta þýðir að landið getur ekki endurfjármagnað skuldir sínar á þeim kjörum sem bjóðast nú. Vandinn er að þungir gjalddagar á lánum eru framundan. Fjárfestar trúa því að Ítalía muni ekki geta borgað þegar á hólminn er komið, og því hefur áhættuálagið á landið hækkað stöðugt. Fastlega er þó búist við að Seðlabanki Evrópu muni koma landinu til bjargar, en þó með þeim formerkjum, að stjórnvöld á Ítalíu verði búin að grípa til aðgerða í ríkisfjármálum sem gera það raunhæft að stunda undir skuldabyrði landsins. Til viðbótar við slæma stöðu ríkisins bætist síðan veikburða fjármálakerfi en lánshæfiseinkunnir allra stærstu banka landsins hafa lækkað um tvo flokka á síðustu tveimur mánuðum. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins á eftir því franska og þýska. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Áhyggjur fjárfesta af fjárhagsvanda Ítalíu hafa magnast í dag, þvert á það sem margir höfðu spáð fyrir um fyrir sólarhring síðan. Á vefsíðu Wall Street Journal í gær kom meðal annars fram að fjárfestar horfðu til þess með tilhlökkun að Silvio Berlusconi væri að hætta störfum. Yfirlýsing hans um að hann væri á útleið úr stjórnmálum sló hins vegar ekkert á þróunina á lánsfjármörkuðum. Áhættuálag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu hækkaði snögglega í dag upp fyrir sjö prósent. Þetta þýðir að landið getur ekki endurfjármagnað skuldir sínar á þeim kjörum sem bjóðast nú. Vandinn er að þungir gjalddagar á lánum eru framundan. Fjárfestar trúa því að Ítalía muni ekki geta borgað þegar á hólminn er komið, og því hefur áhættuálagið á landið hækkað stöðugt. Fastlega er þó búist við að Seðlabanki Evrópu muni koma landinu til bjargar, en þó með þeim formerkjum, að stjórnvöld á Ítalíu verði búin að grípa til aðgerða í ríkisfjármálum sem gera það raunhæft að stunda undir skuldabyrði landsins. Til viðbótar við slæma stöðu ríkisins bætist síðan veikburða fjármálakerfi en lánshæfiseinkunnir allra stærstu banka landsins hafa lækkað um tvo flokka á síðustu tveimur mánuðum. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins á eftir því franska og þýska.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira