Í hádeginu var dregið í 32-liða úrslitum í Eimskipsbikarkeppninni í handknattleik. Ekki verða neinir stórleikir í fyrstu umferðinni.
Það er helst að leikir Víkings og ÍBV og viðureign Völsungs og Gróttu vekji athygli.
Sex lið njóta þeirra forréttinda að sitja hjá í fyrstu umferðinni.
Drátturinn:
ÍBV2 - Grótta2
Haukar2 - Fram
Hamrarnir - Stjarnan
Selfoss - ÍR
Valur2 - HKR
Víkingur - ÍBV
Fjölnir - HK
Stjarnan2 - Fylkir
Víkingur2 - Afturelding
Völsungur - Grótta
Liðin sem sitja hjá:
Hörður
Haukar
HK2
FH
Akureyri
Valur
