Umfjöllun: Íslandsmeistararnir byrja á sigri gegn nýliðunum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2011 21:12 Edward Lee Horton Junior. Mynd/Stefán KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það. Þór frá Þorlákshöfn byrjaði leikinn af miklum krafti og skoruðu nokkrar fínar körfur í byrjun fyrsta leikhluta, en staðan var 7-5 eftir þriggja mínútna leik. Þá fóru Íslandsmeistararnir í gang ok breyttu stöðunni í 16-10, en liðið keyrði hratt í bakið á Þór og náðu í nokkrar auðveldar körfur. Þórsarar voru heldur betur ekki af baki dottnir en þeir skoruðu 15 stig gegn tveimur á næstu mínútum og breytu stöðunni í 25-22 fyrir gestina. Staðan var 25-24 eftir fyrsta fjórðunginn. Þórsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og komust í 30-26, en þá fór KR-vélin aftur í gang og Hreggviður Magnússon fór að setja niður þriggja stiga skotin. KR náði að snúa leiknum sér í vil og komst í 34-32 þegar fjórðungurinn var hálfnaður. KR-ingar héldu áfram að keyra upp hraðan og létu Þórsara heldur betur finna fyrir því. Staðan var 48-42 fyrir KR í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var nokkuð jafn en og sami munur hélst á með liðinum nánast allan fjórðunginn, en staðan var 63-57 fyrir KR þegar 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Svipaður munur var á með liðinum næstu mínútur og var staðan var 68-60 fyrir lokafjórðunginn. Þórsarar byrjuðu fjórða leikhlutann virkilega vel og minnkuðu strax muninn niður í tvö stig, 69-67, og mikil spenna komin í DHL-höllina. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 77-75 fyrir KR. Nokkrir umdeildir dómar féllu gegn Þór í lokin og var erfitt fyrir þá að koma til baka eftir það. Leiknum lauk með sigri KR 90-84. Mikilvægur sigur fyrir meistarana en þeir verða að bæta leik sinn mikið fyrir komandi átök. Edward Lee Horton Jr. var atkvæðamestur í liði KR með 26 stig en Darrin Govens gerði 30 stig fyrir Þór í leiknum.KR- Þór 90-84 (24-25, 24-17, 20-18,22-24) KR: Edward Lee Horton Jr. 24/5 fráköst/ 4 stoðsendingar, David Tairu 21/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 15/ 5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 9/ 4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Jón Orri Kristjánsson 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 28/10 fráköst, Michael Ringgold 22/15 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Darri Hilmarsson 12/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það. Þór frá Þorlákshöfn byrjaði leikinn af miklum krafti og skoruðu nokkrar fínar körfur í byrjun fyrsta leikhluta, en staðan var 7-5 eftir þriggja mínútna leik. Þá fóru Íslandsmeistararnir í gang ok breyttu stöðunni í 16-10, en liðið keyrði hratt í bakið á Þór og náðu í nokkrar auðveldar körfur. Þórsarar voru heldur betur ekki af baki dottnir en þeir skoruðu 15 stig gegn tveimur á næstu mínútum og breytu stöðunni í 25-22 fyrir gestina. Staðan var 25-24 eftir fyrsta fjórðunginn. Þórsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og komust í 30-26, en þá fór KR-vélin aftur í gang og Hreggviður Magnússon fór að setja niður þriggja stiga skotin. KR náði að snúa leiknum sér í vil og komst í 34-32 þegar fjórðungurinn var hálfnaður. KR-ingar héldu áfram að keyra upp hraðan og létu Þórsara heldur betur finna fyrir því. Staðan var 48-42 fyrir KR í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var nokkuð jafn en og sami munur hélst á með liðinum nánast allan fjórðunginn, en staðan var 63-57 fyrir KR þegar 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Svipaður munur var á með liðinum næstu mínútur og var staðan var 68-60 fyrir lokafjórðunginn. Þórsarar byrjuðu fjórða leikhlutann virkilega vel og minnkuðu strax muninn niður í tvö stig, 69-67, og mikil spenna komin í DHL-höllina. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 77-75 fyrir KR. Nokkrir umdeildir dómar féllu gegn Þór í lokin og var erfitt fyrir þá að koma til baka eftir það. Leiknum lauk með sigri KR 90-84. Mikilvægur sigur fyrir meistarana en þeir verða að bæta leik sinn mikið fyrir komandi átök. Edward Lee Horton Jr. var atkvæðamestur í liði KR með 26 stig en Darrin Govens gerði 30 stig fyrir Þór í leiknum.KR- Þór 90-84 (24-25, 24-17, 20-18,22-24) KR: Edward Lee Horton Jr. 24/5 fráköst/ 4 stoðsendingar, David Tairu 21/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 15/ 5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 9/ 4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Jón Orri Kristjánsson 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 28/10 fráköst, Michael Ringgold 22/15 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Darri Hilmarsson 12/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira