Framarar eru áfram með fullt hús í N1 deild karla eftir 21-20 sigur á Valsmönnum í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Fram hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína undir stjórn Einars Jónssonar.
Þetta var langþráður sigur Framliðsins í þessu tiltekna íþróttahúsi enda voru Valsmenn búnir að vinna átta leiki í röð á móti Fram í Vodafonehöllinni.
Framarar fögnuðu því í leikslok sínum fyrsta sigri við Öskjuhliðina síðan þeir unnu þar 27-25 sigur 16. desember 2007.
Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Vodafonehöllinni í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Framarar yfirbuguðu Hlíðarendagrýluna - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
Fleiri fréttir
