Njarðvíkingar burstuðu nýliða Valsmanna á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2011 20:40 Njarðvíkingurinn Rúnar Ingi Erlingsson. Njarðvíkingar unnu 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í kvöld. Hjörtur Hrafn Einarson skoraði 18 stig fyrir Njarðvík og Travis Holmes var með 16 stig. Ungu strákarnir Ólafur Helgi Jónsson (12 stig) og Elvar Friðriksson (11 stig) vöktu líka athygli fyrir flotta frammistöðu. Igor Tratnik var yfirburðarmaður hjá Val með 22 stig og 9 fráköst. Njarðvíkurliðið tók frumkvæðið í byrjun og var 30-21 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem fimm leikmenn liðsins voru að skora fjögur stig eða meira. Njarðvíkingar byggðu ofan á góðan fyrsta leikhluta með því að skora sjö fyrstu stig annars leikhluta og komast sextán stigum yfir, 37-21. Njarðvíkurliðið var síðan komið með 17 stiga forskot í hálfleik, 52-35. Igor Tratnik skoraði 16 af 35 stigum Valsliðsins í fyrri hálfleik en lítið gekk hjá bandarísku leikmönnum liðsins. Elvar Friðriksson var stigahæstur hjá Njarðvík með 11 stig en Bandaríkjamennirnir Cameron Echols og Travis Holmes voru báðir komnir með 10 stig. Njarðvíkingar skoruðu fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og voru komnir í 63-37 áður en þriðji leikhlutinn var hálfnaður. Síðustu fimmtán mínútur leiksins voru því aðeins formsatriði fyrir gestina úr Njarðvíkunum.Valur-Njarðvík 63-92 (21-30, 14-22, 5-23, 23-17)Valur: Igor Tratnik 22/9 fráköst, Birgir Björn Pétursson 13/9 fráköst, Curry Collins 6, Alexander Dungal 6/6 fráköst, Bergur Ástráðsson 4, Benedikt Blöndal 4/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 3, Austin Magnus Bracey 3, Darnell Hugee 2.Njarðvík: Hjörtur Hrafn Einarsson 18, Travis Holmes 16, Cameron Echols 12/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 11, Oddur Birnir Pétursson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 4/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 4, Styrmir Gauti Fjeldsted 4, Óli Ragnar Alexandersson 2, Maciej Stanislav Baginski 2. Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Njarðvíkingar unnu 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í kvöld. Hjörtur Hrafn Einarson skoraði 18 stig fyrir Njarðvík og Travis Holmes var með 16 stig. Ungu strákarnir Ólafur Helgi Jónsson (12 stig) og Elvar Friðriksson (11 stig) vöktu líka athygli fyrir flotta frammistöðu. Igor Tratnik var yfirburðarmaður hjá Val með 22 stig og 9 fráköst. Njarðvíkurliðið tók frumkvæðið í byrjun og var 30-21 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem fimm leikmenn liðsins voru að skora fjögur stig eða meira. Njarðvíkingar byggðu ofan á góðan fyrsta leikhluta með því að skora sjö fyrstu stig annars leikhluta og komast sextán stigum yfir, 37-21. Njarðvíkurliðið var síðan komið með 17 stiga forskot í hálfleik, 52-35. Igor Tratnik skoraði 16 af 35 stigum Valsliðsins í fyrri hálfleik en lítið gekk hjá bandarísku leikmönnum liðsins. Elvar Friðriksson var stigahæstur hjá Njarðvík með 11 stig en Bandaríkjamennirnir Cameron Echols og Travis Holmes voru báðir komnir með 10 stig. Njarðvíkingar skoruðu fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og voru komnir í 63-37 áður en þriðji leikhlutinn var hálfnaður. Síðustu fimmtán mínútur leiksins voru því aðeins formsatriði fyrir gestina úr Njarðvíkunum.Valur-Njarðvík 63-92 (21-30, 14-22, 5-23, 23-17)Valur: Igor Tratnik 22/9 fráköst, Birgir Björn Pétursson 13/9 fráköst, Curry Collins 6, Alexander Dungal 6/6 fráköst, Bergur Ástráðsson 4, Benedikt Blöndal 4/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 3, Austin Magnus Bracey 3, Darnell Hugee 2.Njarðvík: Hjörtur Hrafn Einarsson 18, Travis Holmes 16, Cameron Echols 12/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 11, Oddur Birnir Pétursson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 4/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 4, Styrmir Gauti Fjeldsted 4, Óli Ragnar Alexandersson 2, Maciej Stanislav Baginski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira