Vettel vann og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða 16. október 2011 10:08 Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins og Sebastian Vettel fagna árangrinum í dag. AP MYND: Lee Jin-man Sebastian Vettel vann sinn tíunda sigur í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili í dag. Hann kom fyrstur í endamark á kappakstursbrautinni í Yeongam í Suður Kóreu. Lewis Hamilton á McLaren varð í öðru sæti í mótinu og Mark Webber á Red Bull þriðji. Með árangri ökumanna Red Bull liðsins í dag hefur liðið tryggt sér meistaratitil bílasmiða annað árið í röð. Hamilton var fremstur á ráslínu í mótinu í dag, en Vettel komst framúr Hamilton í fyrsta hring og var Vettel í forystuhlutverki meira og minna eftir það, nema þegar staðan riðlaðist þegar ökumenn tóku þjónustuhlé til dekkjaskipta. Vettel kom liðlega 12 sekúndum á undan Hamilton í endmark. Vettel tryggði sér titil ökumanna um síðustu helgi, en ennþá er barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna. Fjórir ökumenn eiga möguleika á öðru sætinu, þegar þremur mótum er ólokið í Formúlu 1. Næsta mót verður á nýrri braut í Indlandi eftir hálfan mánuð. Lokastaðan í mótinu í dag af autosport.com 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:01.994 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 12.019 3. Webber Red Bull-Renault + 12.477 4. Button McLaren-Mercedes + 14.694 5. Alonso Ferrari + 15.689 6. Massa Ferrari + 25.133 7. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari + 49.538 8. Rosberg Mercedes + 54.053 9. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:02.762 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:08.602 Stig ökumanna Stig bílasmiða 1. Vettel 349 1. Red Bull-Renault 558 2. Button 222 2. McLaren-Mercedes 418 3. Alonso 212 3. Ferrari 310 4. Webber 209 4. Mercedes 127 5. Hamilton 196 5. Renault 72 6. Massa 98 6. Force India-Mercedes 49 7. Rosberg 67 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 37 Formúla Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel vann sinn tíunda sigur í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili í dag. Hann kom fyrstur í endamark á kappakstursbrautinni í Yeongam í Suður Kóreu. Lewis Hamilton á McLaren varð í öðru sæti í mótinu og Mark Webber á Red Bull þriðji. Með árangri ökumanna Red Bull liðsins í dag hefur liðið tryggt sér meistaratitil bílasmiða annað árið í röð. Hamilton var fremstur á ráslínu í mótinu í dag, en Vettel komst framúr Hamilton í fyrsta hring og var Vettel í forystuhlutverki meira og minna eftir það, nema þegar staðan riðlaðist þegar ökumenn tóku þjónustuhlé til dekkjaskipta. Vettel kom liðlega 12 sekúndum á undan Hamilton í endmark. Vettel tryggði sér titil ökumanna um síðustu helgi, en ennþá er barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna. Fjórir ökumenn eiga möguleika á öðru sætinu, þegar þremur mótum er ólokið í Formúlu 1. Næsta mót verður á nýrri braut í Indlandi eftir hálfan mánuð. Lokastaðan í mótinu í dag af autosport.com 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:01.994 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 12.019 3. Webber Red Bull-Renault + 12.477 4. Button McLaren-Mercedes + 14.694 5. Alonso Ferrari + 15.689 6. Massa Ferrari + 25.133 7. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari + 49.538 8. Rosberg Mercedes + 54.053 9. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:02.762 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:08.602 Stig ökumanna Stig bílasmiða 1. Vettel 349 1. Red Bull-Renault 558 2. Button 222 2. McLaren-Mercedes 418 3. Alonso 212 3. Ferrari 310 4. Webber 209 4. Mercedes 127 5. Hamilton 196 5. Renault 72 6. Massa 98 6. Force India-Mercedes 49 7. Rosberg 67 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 37
Formúla Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira