Umfjöllun: Njarðvíkingar sýndu klærnar í Ljónagryfjunni Boði Logason í Ljónagryfjunni skrifar 17. október 2011 21:20 Njarðvíkingar eftir leik á síðasta keppnistímabili. Mynd/Stefán Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins. Leikurinn var frekar jafn til að byrja með og skiptust liðin á því að leiða leikinn - staðan eftir fyrsta fjórðung var 27-28, Haukum í vil. Í upphafi annars leikhluta hófu Njarðvíkingar leik sinn á svæðispressu og virtist taugatitringur koma í Haukana sem töpuðu boltanum strax í fyrstu sókn sinni. Um miðbik fjórðungsins fóru Njarðvíkingar í svæðisvörn en það stoppaði ekki Hafnfirðinga sem skoruðu nokkrar mikilvægar körfur. Emil Barja kom inn á liði Hauka og setti niður mikilvæga körfu í fyrstu sókn sinni og svo þrist stuttu síðar. Elvar Már Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, sótti nokkrar villur þegar hann keyrði á vörn Haukana sem virtust ekki ráða við hraðann á honum. Njarðvíkingar skoruðu nokkrar mikilvægar körfur undir körfunni með Cameron Echols Í broddi fylkingar. Njarðvíkingar voru komnir í bónus og þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 9 stig, Njarðvíkingum í vil. Ólafur Helgi Jónsson setti svo niður rándýran þrist og munurinn orðinn 12 stig. Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka tók þá leikhlé en áður en hann messaði yfir liði sínu átti hann gott spjall við dómarana en hann vildi eflaust fá villu í sókninni á undan. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 58–48 fyrir Njarðvík og Cameron Echols stigahæstur Njarðvíkinga með 19 stig en hjá Haukum var Jovonni Shuler atkvæðamestur með 12 stig. Njarðvíkingar mættu gríðarlega einbeittir til leiks í síðari hálfleikinn og settu Cameron, Elvar Már og Ólafur Helgi rándýra þrista niður. Ekkert gekk upp hjá Haukunum sem töpuðu boltanum í hverri sókn. Elvar Már setti svo eina rándýra þriggja stiga körfu og strax í næstu sókn stálu þeir boltanum og Travis Holmes keyrði upp völlinn og tróð boltanum ofan í körfuna af miklum krafti. Áhorfendur stóðu upp og Pétur, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Munurinn orðinn 23 stig og nokkuð ljóst að Hafnfirðingarnir voru ekki mættir í síðari hálfleikinn. Haukarnir fóru í svæðisvörn eftir leikhléið sem Njarðvíkingar réðu lítið við. Gestirnir náðu að minnka forskotið örlítið en þeir réðu ekkert við Cameron undir körfunni sem og Elvar Má og Ólaf Helga sem settu niður nokkra mikilvæga þrista. Haukarnir voru engan veginn tilbúnir í síðari hálfleikinn og náðu aldrei að gera atlögu að Njarðvíkingunum það sem eftir lifði leiks. Í fjórða leikhluta hélt veislan áfram og komu Hafnfirðingar engum vörnum við leik Njarðvíkinga sem voru í banastuði með góðum stuðningi áhorfenda. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 107–91 og nokkuð sannfærandi sigur Njarðvíkinga staðreynd.Njarðvík-Haukar 107-91 (27-28, 31-20, 29-22, 20-21)Njarðvík: Cameron Echols 40/16 fráköst, Elvar Már Friðriksson 22/5 stoðsendingar, Travis Holmes 21/4 fráköst/6 stolnir, Ólafur Helgi Jónsson 18, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Óli Ragnar Alexandersson 2.Haukar: Jovanni Shuler 30/10 fráköst, Örn Sigurðarson 14, Davíð Páll Hermannsson 12, Sævar Ingi Haraldsson 12, Emil Barja 9, Helgi Björn Einarsson 6/7 fráköst, Andri Freysson 4, Sveinn Ómar Sveinsson 3/7 fráköst, Haukur Óskarsson 1. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Elvar Már: Skotin voru að detta í dag “Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:55 Sævar: Það var sama hvar og hvenær þeir skutu - það fór allt ofan í “Það var aðallega varnarleikurinn - hann var bara skelfilegur það er ekkert annað,” sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 107 – 91 tap gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:47 Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið “Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld. 17. október 2011 21:18 Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum “Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:41 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins. Leikurinn var frekar jafn til að byrja með og skiptust liðin á því að leiða leikinn - staðan eftir fyrsta fjórðung var 27-28, Haukum í vil. Í upphafi annars leikhluta hófu Njarðvíkingar leik sinn á svæðispressu og virtist taugatitringur koma í Haukana sem töpuðu boltanum strax í fyrstu sókn sinni. Um miðbik fjórðungsins fóru Njarðvíkingar í svæðisvörn en það stoppaði ekki Hafnfirðinga sem skoruðu nokkrar mikilvægar körfur. Emil Barja kom inn á liði Hauka og setti niður mikilvæga körfu í fyrstu sókn sinni og svo þrist stuttu síðar. Elvar Már Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, sótti nokkrar villur þegar hann keyrði á vörn Haukana sem virtust ekki ráða við hraðann á honum. Njarðvíkingar skoruðu nokkrar mikilvægar körfur undir körfunni með Cameron Echols Í broddi fylkingar. Njarðvíkingar voru komnir í bónus og þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 9 stig, Njarðvíkingum í vil. Ólafur Helgi Jónsson setti svo niður rándýran þrist og munurinn orðinn 12 stig. Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka tók þá leikhlé en áður en hann messaði yfir liði sínu átti hann gott spjall við dómarana en hann vildi eflaust fá villu í sókninni á undan. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 58–48 fyrir Njarðvík og Cameron Echols stigahæstur Njarðvíkinga með 19 stig en hjá Haukum var Jovonni Shuler atkvæðamestur með 12 stig. Njarðvíkingar mættu gríðarlega einbeittir til leiks í síðari hálfleikinn og settu Cameron, Elvar Már og Ólafur Helgi rándýra þrista niður. Ekkert gekk upp hjá Haukunum sem töpuðu boltanum í hverri sókn. Elvar Már setti svo eina rándýra þriggja stiga körfu og strax í næstu sókn stálu þeir boltanum og Travis Holmes keyrði upp völlinn og tróð boltanum ofan í körfuna af miklum krafti. Áhorfendur stóðu upp og Pétur, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Munurinn orðinn 23 stig og nokkuð ljóst að Hafnfirðingarnir voru ekki mættir í síðari hálfleikinn. Haukarnir fóru í svæðisvörn eftir leikhléið sem Njarðvíkingar réðu lítið við. Gestirnir náðu að minnka forskotið örlítið en þeir réðu ekkert við Cameron undir körfunni sem og Elvar Má og Ólaf Helga sem settu niður nokkra mikilvæga þrista. Haukarnir voru engan veginn tilbúnir í síðari hálfleikinn og náðu aldrei að gera atlögu að Njarðvíkingunum það sem eftir lifði leiks. Í fjórða leikhluta hélt veislan áfram og komu Hafnfirðingar engum vörnum við leik Njarðvíkinga sem voru í banastuði með góðum stuðningi áhorfenda. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 107–91 og nokkuð sannfærandi sigur Njarðvíkinga staðreynd.Njarðvík-Haukar 107-91 (27-28, 31-20, 29-22, 20-21)Njarðvík: Cameron Echols 40/16 fráköst, Elvar Már Friðriksson 22/5 stoðsendingar, Travis Holmes 21/4 fráköst/6 stolnir, Ólafur Helgi Jónsson 18, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Óli Ragnar Alexandersson 2.Haukar: Jovanni Shuler 30/10 fráköst, Örn Sigurðarson 14, Davíð Páll Hermannsson 12, Sævar Ingi Haraldsson 12, Emil Barja 9, Helgi Björn Einarsson 6/7 fráköst, Andri Freysson 4, Sveinn Ómar Sveinsson 3/7 fráköst, Haukur Óskarsson 1.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Elvar Már: Skotin voru að detta í dag “Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:55 Sævar: Það var sama hvar og hvenær þeir skutu - það fór allt ofan í “Það var aðallega varnarleikurinn - hann var bara skelfilegur það er ekkert annað,” sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 107 – 91 tap gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:47 Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið “Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld. 17. október 2011 21:18 Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum “Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:41 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Elvar Már: Skotin voru að detta í dag “Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:55
Sævar: Það var sama hvar og hvenær þeir skutu - það fór allt ofan í “Það var aðallega varnarleikurinn - hann var bara skelfilegur það er ekkert annað,” sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 107 – 91 tap gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:47
Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið “Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld. 17. október 2011 21:18
Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum “Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld. 17. október 2011 21:41
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn