Nýjasta útgáfa Android stýrikerfisins verður kynnt í dag. Google, sem framleiðir Android, vonast til að stemma stigum við velgengni Apple á snjallsíma markaðinum.
Nýja stýrikerfið, sem kallað er Ice Cream Sandwich, er sagt vera einföldun á fyrri útgáfu Android.
Kynningin fer fram í Hong Kong í dag.
