Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis.
Neðst í fréttinni má sjá sjálfvirka uppfærslu á helstu atvikum í leikjunum sem hefjast nú klukkan 18.45. Upphitunarþáttur hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00 og leikir kvöldins verða svo gerðir upp að þeim loknum.
Svo nægir að smella á viðkomandi leik til að fá frekari upplýsingar - byrjunarlið, skiptingar, spjöld og mörk.
Leikir dagsins:
E-riðill:Bayer Leverkusen - Valencia (Sport 4 - opinn) // Chelsea - Genk (Sport 3)
F-riðill:Marseille - Arsenal (Sport & HD) // Olympiakos - Dortmund
G-riðill:Shakhtar Donetsk - Zenit St. Pétursborg // Porto - APOEL Nicosia
H-riðill:AC Milan - BATE Borisov // Barcelona - Viktoria Plzen
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á einum stað
