Umfjöllun: Framarar með fullt hús stiga eftir sigur á Haukum Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 2. október 2011 17:33 Mynd/Valli Framarar unnu frábæran sigur gegn Haukum, 23-22, í annarri umferð N1-deild karla, en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en skelfileg byrjun heimamanna í þeim síðari kostaði þá sigurinn. Þetta var annar sigur Framara í röð en liðið vann Íslandsmeistarana í FH í fyrstu umferð. Mikið jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir fimm mínútna leik. Haukar voru aftur á móti alltaf einu skrefi á undan Fram og þegar leið á hálfleikinn tóku þeir meiri völd á vellinum. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 11-8 fyrir heimamenn. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Haukar, var að verja virkilega vel í fyrri hálfleiknum og lagði grunninn af þeirri forystu sem Haukar fóru með inn í hálfleikinn. Staðan var 13-10 þegar flautar var til leikhlés. Aron Rafn Eðvarðsson varði 12 skot í fyrri hálfleik og þar af tvö víti, frábær hálfleikur hjá markverðinum stóra. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn miklu betur og gerðu fimm fyrstu mörk hálfleiksins og komust yfir 15-13, frábær kafli frá Fram en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleik þegar 8 mínútur voru liðnar. Haukar gerðu aðeins eitt mark fyrstu átján mínútur síðari hálfleiksins og ekkert gekk upp sóknarlega hjá liðinu. Á sama tíma voru Framarar sterkir á öllum vígstöðum og náðu mest fimm marka forskoti 19-14 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir að Haukar hafi komið til baka undir lokin. Haukar fengu tækifæri til að jafna metinn undir blálok leiksins en skot frá Sveini Þorgeirssyni fór yfir markið. Leikurinn endaði því með sigri Fram 23-22 og þeir hafa ekki tapað í fyrstu tveim umferðunum.Haukar-Fram 22-23 (13-10)Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmannsson 6/3 (14/3), Freyr Brynjarsson 5 (6), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Nemanja Malovic 3 (9), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7), Sveinn Þorgeirsson 2 (6), Gylfi Gylfason 1(3).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12/2 (27/4 , 44%.),Birkir Ívar Guðmundsson 6/1 (15/1, 40%.).Hraðaupphlaup: 3 (Gylfi, Freyr og Sveinn)Fiskuð víti: 4 (Malovic, Freyr og Gylfi).Utan vallar: 6 mínMörk Fram (skot): Sigurður Eggertsson 5 (8), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (7), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (10/3), Jóhann Karl Reynisson 3 (4), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Stefán Stefánsson 3 (4), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Sigfús Páll Sigfússon 1 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 0/1 (0/2).Varin skot: Sebastian Alexandersson 5 (18/2, 27%), Magnús Erlendsson 6 (14/1, 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Stefán 2, Jóhann Karl og Sigurður)Fiskuð víti: 4 (Sigurður 2, Ægir og Stefán)Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Framarar unnu frábæran sigur gegn Haukum, 23-22, í annarri umferð N1-deild karla, en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en skelfileg byrjun heimamanna í þeim síðari kostaði þá sigurinn. Þetta var annar sigur Framara í röð en liðið vann Íslandsmeistarana í FH í fyrstu umferð. Mikið jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir fimm mínútna leik. Haukar voru aftur á móti alltaf einu skrefi á undan Fram og þegar leið á hálfleikinn tóku þeir meiri völd á vellinum. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 11-8 fyrir heimamenn. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Haukar, var að verja virkilega vel í fyrri hálfleiknum og lagði grunninn af þeirri forystu sem Haukar fóru með inn í hálfleikinn. Staðan var 13-10 þegar flautar var til leikhlés. Aron Rafn Eðvarðsson varði 12 skot í fyrri hálfleik og þar af tvö víti, frábær hálfleikur hjá markverðinum stóra. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn miklu betur og gerðu fimm fyrstu mörk hálfleiksins og komust yfir 15-13, frábær kafli frá Fram en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleik þegar 8 mínútur voru liðnar. Haukar gerðu aðeins eitt mark fyrstu átján mínútur síðari hálfleiksins og ekkert gekk upp sóknarlega hjá liðinu. Á sama tíma voru Framarar sterkir á öllum vígstöðum og náðu mest fimm marka forskoti 19-14 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir að Haukar hafi komið til baka undir lokin. Haukar fengu tækifæri til að jafna metinn undir blálok leiksins en skot frá Sveini Þorgeirssyni fór yfir markið. Leikurinn endaði því með sigri Fram 23-22 og þeir hafa ekki tapað í fyrstu tveim umferðunum.Haukar-Fram 22-23 (13-10)Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmannsson 6/3 (14/3), Freyr Brynjarsson 5 (6), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Nemanja Malovic 3 (9), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7), Sveinn Þorgeirsson 2 (6), Gylfi Gylfason 1(3).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12/2 (27/4 , 44%.),Birkir Ívar Guðmundsson 6/1 (15/1, 40%.).Hraðaupphlaup: 3 (Gylfi, Freyr og Sveinn)Fiskuð víti: 4 (Malovic, Freyr og Gylfi).Utan vallar: 6 mínMörk Fram (skot): Sigurður Eggertsson 5 (8), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (7), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (10/3), Jóhann Karl Reynisson 3 (4), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Stefán Stefánsson 3 (4), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Sigfús Páll Sigfússon 1 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 0/1 (0/2).Varin skot: Sebastian Alexandersson 5 (18/2, 27%), Magnús Erlendsson 6 (14/1, 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Stefán 2, Jóhann Karl og Sigurður)Fiskuð víti: 4 (Sigurður 2, Ægir og Stefán)Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira