Barcelona sigraði lið Sporting Gijón 1-0 í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en leikurinn fór fram á El Molinón, heimavelli Sporting Gijón.
Eina mark leiksins gerði Adriano á 12. mínútu leiksins en Barcelona hefur oft leikið mun betur en í kvöld.
Barcelona er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir sex umferðir, en Levante er einnig með 14 stig.
Barcelona rétt marði Sporting Gijón
Stefán Árni Pálsson skrifar
