Fjárlagahalli Grikkja: Ná ekki markmiðum sínum 3. október 2011 07:00 Georg Papandreu forsætisráðherra Grikkja á ekki sjö dagana sæla nú um stundir. Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn höfðu sett Grikkjum ströng fyrirmæli um að minnka hallann í ár og á næsta ári og því var farið í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir. Þessar aðgerðir duga þó hvergi nærri til og kenna Grikkir versnandi efnahagsástandi heimsins almennt um. Þetta olli töluverðum lækkunum á hlutabréfum í Asíu í nótt og lækkaði aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fimm prósent áður en yfir lauk við lokun. Búist er við að þessar fregnir muni hafa svipuð áhrif á hlutabréfaverð í Evrópu þegar markaðir opna þar nú klukkan sjö. Grikkir þurfa frekari lánafyrirgreiðslu frá Evrópu eða átta milljarða evra eigi þeim að takast að forðast gjaldþrot í næsta mánuði. Gjaldþrot Grikkja myndi síðan vekja spurningar um framtíð evrunnar, valda usla í evrópska bankakerfinu og mögulega koma af stað svipuðum hremmingum hjá öðrum þjóðum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn höfðu sett Grikkjum ströng fyrirmæli um að minnka hallann í ár og á næsta ári og því var farið í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir. Þessar aðgerðir duga þó hvergi nærri til og kenna Grikkir versnandi efnahagsástandi heimsins almennt um. Þetta olli töluverðum lækkunum á hlutabréfum í Asíu í nótt og lækkaði aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fimm prósent áður en yfir lauk við lokun. Búist er við að þessar fregnir muni hafa svipuð áhrif á hlutabréfaverð í Evrópu þegar markaðir opna þar nú klukkan sjö. Grikkir þurfa frekari lánafyrirgreiðslu frá Evrópu eða átta milljarða evra eigi þeim að takast að forðast gjaldþrot í næsta mánuði. Gjaldþrot Grikkja myndi síðan vekja spurningar um framtíð evrunnar, valda usla í evrópska bankakerfinu og mögulega koma af stað svipuðum hremmingum hjá öðrum þjóðum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira