Fjárlagahalli Grikkja: Ná ekki markmiðum sínum 3. október 2011 07:00 Georg Papandreu forsætisráðherra Grikkja á ekki sjö dagana sæla nú um stundir. Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn höfðu sett Grikkjum ströng fyrirmæli um að minnka hallann í ár og á næsta ári og því var farið í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir. Þessar aðgerðir duga þó hvergi nærri til og kenna Grikkir versnandi efnahagsástandi heimsins almennt um. Þetta olli töluverðum lækkunum á hlutabréfum í Asíu í nótt og lækkaði aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fimm prósent áður en yfir lauk við lokun. Búist er við að þessar fregnir muni hafa svipuð áhrif á hlutabréfaverð í Evrópu þegar markaðir opna þar nú klukkan sjö. Grikkir þurfa frekari lánafyrirgreiðslu frá Evrópu eða átta milljarða evra eigi þeim að takast að forðast gjaldþrot í næsta mánuði. Gjaldþrot Grikkja myndi síðan vekja spurningar um framtíð evrunnar, valda usla í evrópska bankakerfinu og mögulega koma af stað svipuðum hremmingum hjá öðrum þjóðum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn höfðu sett Grikkjum ströng fyrirmæli um að minnka hallann í ár og á næsta ári og því var farið í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir. Þessar aðgerðir duga þó hvergi nærri til og kenna Grikkir versnandi efnahagsástandi heimsins almennt um. Þetta olli töluverðum lækkunum á hlutabréfum í Asíu í nótt og lækkaði aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fimm prósent áður en yfir lauk við lokun. Búist er við að þessar fregnir muni hafa svipuð áhrif á hlutabréfaverð í Evrópu þegar markaðir opna þar nú klukkan sjö. Grikkir þurfa frekari lánafyrirgreiðslu frá Evrópu eða átta milljarða evra eigi þeim að takast að forðast gjaldþrot í næsta mánuði. Gjaldþrot Grikkja myndi síðan vekja spurningar um framtíð evrunnar, valda usla í evrópska bankakerfinu og mögulega koma af stað svipuðum hremmingum hjá öðrum þjóðum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira