Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið 3. október 2011 20:00 Sebastian Vettel og Mark Webber keppa með Red Bull liðinu í Japan um næstu helgi. AP MYND: Eugene Hoshiko Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira